01. tbl. 101. árg. 2015

Umræða og fréttir

100 ára saga að baki

Þann 15. janúar næstkomandi eru rétt 100 ár síðan fyrsta Læknablaðið leit dagsins ljós, þar með er 100. árgangur Læknablaðsins í höfn og sá næsti byrjaður að rúlla. Tímamótanna hefur verið minnst á síðum blaðsins á ýmsan hátt og sagan rakin með myndum á kápu, greinum af sögulegum toga og upprifjun úr gömlum blöðum. Afmælisbarnið er vel á sig komið og hróðugt,  - það er farið í heilu lagi inn á timarit.is, það er blað meðal blaða á Pubmed og víðar í vísindadeildum netsins, og á nýju ári tekur það tekur í gagnið grunn til að taka rafrænt við efni, - og síðast en ekki síst heldur það sínu upprunalega hlutverki við að styðja og mennta lækna og lesendur.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica