01. tbl. 98. árg. 2012

Umræða og fréttir

Hollvinahópur fyrir Urtagarðinn í Nesi - Fréttatilkynning

Sumarið 2010 var opnaður lækningajurtagarður í Nesi í samstarfi Seltjarnarnesbæjar, Lækningaminjasafns, Lyfjafræðisafns, Læknafélags Íslands, Lyfjafræðingafélags Íslands, landlæknisembættisins og Garðyrkjufélags Íslands. Plöntur í garðinum voru valdar út frá heimildum um ræktun hér á landi á tímabilinu 1760-1834.

u08-fig1
Plöntuvísir gerir grein fyrir plöntuvali í garðinum nú.

Stjórn garðsins vill stofna hollvinahóp Urtagarðsins og gefa bæði félagsmönnum og öðrum áhugasömum möguleika á að fylgjast nánar með starfseminni og styrkja hana samhliða. Fyrirtæki geta gerst styrktaraðilar Urtagarðsins og áhugasamir starfsmenn verið meðlimir hollvinahópsins.

Hollvinahópurinn getur tekið þátt í viðburðum Urtagarðsins, lagt fram vinnu eða efni til afmarkaðra verkefna, til dæmis sjálfboðavinnu við umhirðu garðsins og lagt fram plöntur í plöntusafnið.

Um starf Urtagarðsins má lesa á vefsíðu Lækningaminjasafnsins og Nesstofu, www.nesstofa.is Allir sem vilja gerast hollvinir Urtagarðsins eru beðnir að gefa sig fram við Lækningaminjasafnið, laekningaminjasafn@seltjarnarnes.is.

Fréttatilkynning



Þetta vefsvæði byggir á Eplica