05. tbl. 97. árg. 2011

Umræða og fréttir

Mynd mánaðarins. Skurðlæknar á Borgarspítala 1970

u07-fig1

Skurðlæknar á Borgarspítala 1970



Myndin er af skurðlæknum á skurðdeild Borgarspítala sumarið 1970 en deildin var opnuð í september 1968 í nýju húsnæði í Fossvogi. Á myndinni eru frá vinstri: Frosti Sigurjónsson, Gunnar H. Gunnlaugsson, Friðrik Einarsson, Þórarinn Guðnason, Jón Níelsson og Sverrir Haraldsson. Allir voru þeir sérfræðingar í almennum skurðlækningum og sinntu vöktum sem slíkir, nema Friðrik sem var yfirlæknir deildarinnar. Frosti hafði stundaði sérnám í Þýskalandi og var jafnframt brjóstholsskurðlæknir. Gunnar hafði nýlokið sérnámi við Mayo Clinic í Bandaríkjunum þegar myndin var tekin en þar hafði hann lagt stund á brjósthols- og æðaskurðlækningar. Friðrik Einarsson lærði í Kaupmannahöfn og var einnig með sérfræðiviðurkenningu í fæðinga- og kvensjúkdómafræði og þvagfæraskurðlækningum. Þórarinn Guðnason hafði stundað nám í London og Minneapolis og sinnti mest kviðarholsaðgerðum. Það gerði einnig Jón Níel-son sem stundaði sérnám í Trollhättan og Gautaborg í Svíþjóð. Sverrir Haraldsson hafði einnig sérfræðiviðurkenningu í þvagfæraskurðlækningum og var menntaður í Svíþjóð eins og Jón. Síðla árs 1971 hófust heila- og taugaskurðlækningar á deildinni þegar sérfræðingarnir Bjarni Hannesson og Kristinn Guðmundsson bættust við, en sérstök deild fyrir þá starfsemi var ekki stofnuð fyrr en 1983.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica