03. tbl. 96.árg. 2010

Umræða og fréttir

Upplýsingaveita um sjúkratryggingar

Sjúkratryggingar Íslands hleyptu af stokkunum í febrúar nýrri vefsíðu stofnunarinnar sem ætlað er mæta upplýsingaþörf almennings, heilbrigðisstarfsfólks og annarra um sjúkratryggingar.

„Í grunninn er vefurinn umfangsmikil upplýsingaveita um sjúkratryggingar en gefur einnig kost á fyrstu skrefum gagnvirkrar þjónustu,” segir Heiðar Örn Arnarson kynningarfulltrúi Sjúkratrygginga Íslands.

„Markhópar vefsins er allur almenningur, eldri borgarar, öryrkjar, aðstandendur, barnafólk og aðrir sem nota mikið heilbrigðisþjónustu, heilbrigðisstarfsfólk og stofnanir, birgjar og starfsmenn stjórnsýslunnar,“ segir Heiðar Örn.

„Fyrir miðri forsíðu eru dregnir fram allra helstu þjónustuþættir stofnunarinnar, eins og afsláttarkort, upplýsingar um fjárhæðir og gjaldskrár og eyðublöð svo eitthvað sé nefnt. Fréttir á forsíðu sýna hvað er helst á döfinni í sjúkratryggingaumhverfinu. Góð skírskotun er í vef TR svo áfram verði góð tenging í upplýsingagjöf milli stofnananna. Lagt er upp með góðum flýtileiðum þar sem undirflokkar endurspegla vefinn nánast í heild sinni neðst á síðunni.“

Að sögn Heiðars vísar vefurinn í gagnvirka þjónustu SÍ „Þjónustugáttir SÍ“ sem komið er af stað í samvinnu við skattur.is og Onesystems. „Í framtíðinni er ætlunin að vefurinn þjóni enn stærra hlutverki í gagnasamskiptum stofnunarinnar við almenning og heilbrigðisstarfsfólk.“




Þetta vefsvæði byggir á Eplica