Lausar stöður

Reykjavík - sérfræðingur í heimilislækningum - Heilsugæslan Grafarvogi

Sérfræðingur í heimilislækningum - Heilsugæslan Grafarvogi
 
Laust er til umsóknar starf sérfræðings í heimilislækningum við Heilsugæsluna Grafarvogi. Um er að ræða 100% ótímabundið starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt sálfræðingi, félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum, riturum og aðstoðarmönnum. Hafin er innleiðing heildstæðrar teymisvinnu í sjúklingamóttöku sem byggir á náinni samvinnu fagstétta þar sem samfelld, persónuleg þjónusta við skjólstæðinga er höfð að leiðarljósi. Um er að ræða spennandi vettvang fyrir lækni sem áhuga hefur á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is). 

Helstu verkefni og ábyrgð
- Almennar lækningar
- Heilsuvernd
- Vaktþjónusta
- Kennsla nema
- Þátttaka í vísindarannsóknum, gæða- og umbótaverkefnum

Hæfnikröfur
- Krafist er að umsækjendur hafi sérfræðimenntun í heimilislækningum.
- Skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð. 
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Reynsla af teymisvinnu er kostur. 
- Góð íslenskukunnátta skilyrði.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms og starfsferilskrá ásamt gögnum sem staðfesta menntun, fyrri störf og vísinda- og kennslustörf. Þeim gögnum sem ekki er hægt að skila rafrænt skal skilað til Svövu K. Þorkelsdóttur mannauðsstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Við ráðningar í störf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er ávallt tekið mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar. 

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 22.09.2017

Nánari upplýsingar veitir
Svava Kristín Þorkelsdóttir - svava.kristin.thorkelsdottir@heilsugaeslan.is - 585-1300

HH Grafarvogi lækningar
Spönginni 35
112 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfiðÞetta vefsvæði byggir á Eplica