Ávarp

Frá formanni vísindaráðs Landspítala - Í tilefni Vísinda á vordögum

Eitt af fyrirferðarmestu verkefnum vísindaráðs Landspítala er undirbúningur Vísinda á vordögum sem er árleg uppskeruhátíð vísindastarfs á spítalanum og er undirbúningur hennar samstarfsverkefni vísindaráðs og vísindadeildar Landspítala. Umfangsmesta verkefni vísindaráðs er að fara yfir allar innsendar umsóknir um vísindastyrk til vísindasjóðs Landspítala. Í ár bárust 86 umsóknir til sjóðsins og eftir hefðbundið matsferli vísindaráðs var ákveðið að leggja til við stjórn vísindasjóðs að 76 þessara verkefna myndu hljóta styrk úr sjóðnum. Veittar verða samtals 68 milljónir í ár sem er 25% hækkun frá síðasta ári. Annað stórt verkefni vísindaráðs er umsjón veggspjaldakynningar sem verður nú aftur hluti af Vísindum á vordögum. Fjöldi innsendra ágripa er 66 og fór hann langt fram úr væntingum. Verður því vegleg veggspjaldasýning fyrir framan Hringsalinn á Vísindum á vordögum og höfundar kynna þar vísindaverkefni sín.

Einn af hápunktum Vísinda á vordögum undanfarin ár eru fyrirlestrar heiðursvísindamanns og ungs vísindamanns ársins á Landspítala. Vísindaráð sér um valið og í ár var sú nýbreytni tekin upp að leggja innsend veggspjaldaágrip til grundvallar vali ungs vísindamanns ársins. Önnur nýbreytni sem vísindaráð tók upp í ár var að velja tvö af bestu veggspjaldaágripunum sem send voru inn af ungu vísindafólki starfandi á spítalanum. Höfundar þessara tveggja veggspjalda verða verðlaunaðir á hátíðinni með ferðastyrk til að sækja ráðstefnu í útlöndum til að kynna niðurstöður vísindarannsóknanna. Heilbrigðisráðherra og menntamálaráðherra fjármagna styrkina.

Önnur helstu verkefni vísindaráðs á liðnu starfsári var að meta innsendar umsóknir til vísindasjóðs um hvatningastyrki og umsóknir frá ungu vísindafólki til að stunda klínískar rannsóknir. Sjóðurinn veitti þrjá 5 milljón króna styrki til þriggja sterkra rannsóknahópa á Landspítala og 10 ungir vísindamenn fengu styrk að upphæð ein milljón króna hver. Einnig stóð vísindaráð fyrir sérstökum stöðufundi með þeim sem fengið hafa hvatningastyrki úr vísindasjóði Landspítala og fulltrúum úr framkvæmdastjórn Landspítala. Viðfangsefni fundarins var að ræða stöðu vísinda á spítalanum, framtíðarsýn og sóknarfæri. Fundurinn var vel sóttur og lauk með því að tekið var saman það helsta sem fundargestir voru sammála um að ætti erindi til forstjóra og framkvæmdastjórnar Landspítalans.


Aðalmenn í vísindaráði Landspítala eru

Rósa B. Barkardóttir, formaður, sameindalíffræðingur, klínískur prófessor, tilnefnd af forstjóra
Guðrún Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og prófessor, tilnefnd af hjúkrunarfræðideild HÍ
Anna Margrét Halldórsdóttir, læknir og klínískur dósent, tilnefnd af læknadeild HÍ
Helga Gottfreðsdóttir, hjúkrunarfræðingur og prófessor, tilnefnd af hjúkrunarráði Landspítala
Jóna Freysdóttir náttúrufræðingur og prófessor, tilnefnd af forstjóra Landspítala
Jón Friðrik Sigurðsson, sálfræðingur og prófessor, tilnefndur af forstjóra Landspítala
Jón Jóhannes Jónsson, læknir og prófessor, tilnefndur af læknaráði Landspítala
Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir, tilnefndur af læknadeild HÍ
Þorvarður Jón Löve, læknir og dósent, tilnefndur af læknaráði Landspítala
Þórarinn Guðjónsson, náttúrufræðingur og prófessor, tilnefndur af forstjóra Landspítala
Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og lektor, tilnefnd af hjúkrunarráði Landspítala

 

Varamenn í vísindaráði Landspítala eru

Auðna Ágústsdóttir, hjúkrunarfræðingur, tilnefnd af hjúkrunarráði Landspítala
Bertrand Lauth, læknir og lektor, tilnefndur af læknadeild HÍ
Herdís Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og prófessor, tilnefnd af hjúkrunarfræðideild HÍ
Inga Reynisdóttir, náttúrufræðingur og klínískur prófessor, tilnefnd af forstjóra Landspítala
Ingibjörg Gunnarsdóttir, næringarfræðingur og prófessor, tilnefnd af forstjóra Landspítala
Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir, læknir, tilnefnd af læknaráði Landspítala
Sif Ormarsdóttir, læknir, tilnefnd af læknaráði Landspítala
Sigríður Zoëga
, hjúkrunarfræðingur og lektor, tilnefnd af hjúkrunarráði Landspítala
Sigurður Guðjónsson, læknir, tilnefndur af læknaráði Landspítala
Paolo Gargiulo, verkfræðingur og dósent, tilnefndur af forstjóra Landspítala


Adhoc-nefndir vísindaráðs á síðasta starfsári voru

Stöðufundur vísindaráðs með handhöfum hvatningastyrkja og fulltrúum úr framkvæmdastjórn: Þórarinn Guðjónsson formaður, Anna Margrét Halldórsdóttir og Jón Friðrik Sigurðsson.

Umsjón veggspjaldakynningar á Vísindi á vordögum: Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, formaður, Anna Margrét Halldórsdóttir og Inga Reynisdóttir.

Starfsmaður vísindaráðs er Jóhanna Gunnlaugsdóttir, viðskiptafræðingur á vísindadeild.

Stjórn vísindasjóðs Landspítala skipa

Páll Matthíasson forstjóri og formaður
Gísli H. Sigurðsson yfirlæknir og prófessor
Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar
Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga
Rúnar Bjarni Jóhannsson deildarstjóri reikningshalds

Vísindakveðjur

Rósa Björk Barkardóttir, formaður vísindaráðs




Þetta vefsvæði byggir á Eplica