A - flokkur - ágrip

A - ágrip: Blóðbanki, næringarfræði og sjúkraþjálfun

A1 - Identified metabolic signature for assessing red blood cell unit quality is associated with endothelial damage markers and clinical outcomes

Aarash Bordbar1, Pär I. Johansson2, Giuseppe Paglia3, Scott J. Harrison4, Kristine Wichuk3, Manuela Magnusdottir3, Sóley Valgeirsdottir3, Mikkel Gybel-Brask2, Sisse R. Ostrowski2, Sirus Palsson1,3, Ottar Rolfsson3, Olafur E. Sigurjónsson5,6, Morten B. Hansen2, Sveinn Gudmundsson5, Bernhard O. Palsson3

1Sinopia Biosciences, San Diego, California, 2Section for Transfusion Medicine, Capital Region Blood Bank, Rigshopitalet, University of Copenhagen, Copenhagen, Denmark, 3Center for Systems Biology, University of Iceland, Reykjavik, Iceland. 4Novo Nordisk Foundation Center for Biosustainability, Technical University of Denmark, Lyngby, Denmark, 5Blood Bank, Landspitali-University Hospital, 6School of Science and Engineering, Reykjavik University, Reykjavik, Iceland

oes@landspitali.is

Background. There has been interest in determining whether older red blood cell (RBC) units have negative clinical effects. Numerous observational studies have shown that older RBC units are an independent factor for patient mortality. However, recently published randomized clinical trials have shown no difference of clinical outcome for patients receiving old or fresh RBCs. An overlooked but essential issue in assessing RBC unit quality and ultimately designing the necessary clinical trials is a metric for what constitutes an old or fresh RBC unit.

Aims. In this study, we utilized comprehensive metabolite profiling and systems biology methods to determine the biochemical changes of stored RBCs.

Study design and methods. Twenty RBC units were profiled using quantitative metabolomics over 42 days of storage in SAGM with 3- to 4-day time intervals. Metabolic pathway usage during storage was assessed using systems biology methods. The detected time intervals of the metabolic states were compared to clinical outcomes.

Results. Using multivariate statistics, we identified a nonlinear decay process exhibiting three distinct metabolic states (Days 0-10, 10-17, and 17-42). Systemic changes in pathway usage occurred between the three states, with key pathways changing in both magnitude and direction. Finally, an association was found between the time periods of the metabolic states with the clinical outcomes of more than 280,000 patients in the country of Denmark transfused over the past 15 years and endothelial damage markers in healthy volunteers undergoing autologous transfusions.

Conclusion. The state of RBC metabolism may be a better indicator of cellular quality than traditional hematologic variables.

 

A2 - Biomarkers defining the metabolic age of red blood cells during cold storage

Giuseppe Paglia1, Angelo D'Alessandro2, Óttar Rolfsson3, Ólafur E. Sigurjónsson4,5, Aarash Bordbar6, Sirus Palsson6, Travis Nemkov2, Kirk C. Hansen2, Sveinn Gudmundsson4, Bernhard O. Palsson3

1Center for Biomedicine, European Academy of Bolzano/Bozen, Bolzano, Italy, 2Department of Biochemistry and Molecular Genetics, University of Colorado Denver School of Medicine, University of Colorado 3Center for Systems Biology, University of Iceland, Reykjavik, Iceland; 4The Blood Bank, Landspitali-University Hospital, Reykjavik, Iceland 5School of Science and Engineering, Reykjavik University, Reykjavik, Iceland; and 6Sinopia Biosciences, San Diego, California.

oes@landspitali.is

Background. More than 100 million red blood cell (RBC) units are collected yearly worldwide. Processing strategies, storage solutions, and maximum allowed shelf-lives are not universal and vary across regions. Refrigerated storage promotes the onset of complex biochemical and physiological changes to RBCs, collectively known as the “storage lesion.Metabolomic investigations of packed red blood cells (RBCs) stored under refrigerated conditions in saline adenine glucose mannitol (SAGM) additives have revealed the presence of 3 distinct metabolic phases, occurring on days 0-10, 10-18, and after day 18 of storage. 

Aims. Here we used receiving operating characteristics curve analysis to identify biomarkers that can differentiate between the 3 metabolic states. 

Study design and methods. 308 samples coming from RBC concentrates stored in SAGM and additive solution 3 using Ultra high performance liquid chromatography (UHPLC)-MS metabolomics analysis.

Results. We found that 8 extracellular compounds (lactic acid, nicotinamide, 5-oxoproline, xanthine, hypoxanthine, glucose, malic acid, and adenine) form the basis for an accurate classification/regression model and are able to differentiate among the metabolic phases. This model was then validated by analyzing an additional 49 samples obtained by preparing 7 new RBC concentrates in SAGM. Despite the technical variability associated with RBC processing strategies, verification of these markers was independently confirmed in 2 separate laboratories with different analytical setups and different sample sets.

Conclusion. The 8 compounds proposed here highly correlate with the metabolic age of packed RBCs, and can be prospectively validated as biomarkers of the RBC metabolic lesion.

 

A3 - Metabolic fate of adenine in red blood cells during storage in SAGM solutio

Giuseppe Paglia1,2, Ólafur E. Sigurjónsson3,4, Aarash Bordbar5, Óttar Rolfsson2, Manuela Magnusdottir2, Sirus Palsson2,5, Kristine Wichuk2, Sveinn Gudmundsson3, Bernhard O. Palsson2

1Center for Biomedicine, European Academy of Bolzano/Bozen, Bolzano, Italy, 2Center for Systems Biology, University of Iceland, Reykjavik, Iceland; 3The Blood Bank, Landspitali-University Hospital, Reykjavik, Iceland 4School of Science and Engineering, Reykjavik University, Reykjavik, Iceland; and 5Sinopia Biosciences, San Diego, California.

oes@landspitali.is

Background. Red blood cells (RBCs) are routinely stored and transfused worldwide. Recently, metabolomics have shown that RBCs experience a three-phase metabolic decay process during storage, resulting in the definition of three distinct metabolic phenotypes, occurring between Days 1 and 10, 11 and 17, and 18 and 46. Here we use metabolomics and stable isotope labeling analysis to study adenine metabolism in RBCs.

Study design and methods. A total of 6 units were prepared in SAGM or modified additive solutions (ASs) containing 15N5-adenine. Three of them were spiked with 15N5-adenine on Days 10, 14, and 17 during storage. Each unit was sampled 10 times spanning Day 1 to Day 32. At each time point metabolic profiling was performed.

Results. We increased adenine concentration in the AS and we pulsed the adenine concentration during storage and found that in both cases the RBCs' main metabolic pathways were not affected. Our data clearly show that RBCs cannot consume adenine after 18 days of storage, even if it is still present in the storage solution. However, increased levels of adenine influenced S adenosylmethionine metabolism.

Conclusion. In this work, we have studied in detail the metabolic fate of adenine during RBC storage in SAGM. Adenine is one of the main substrates used by RBCs, but the metabolic shift observed during storage is not caused by an absence of adenine later in storage. The rate of adenine consumption strongly correlated with duration of storage but not with the amount of adenine present in the AS.

 

A4 - Metabolic Analysis of Red Blood Cells Stored at High Temperatur

James T. Yurkovich1, Daniel C. Zielinski1, Giuseppe Paglia2, Ottar Rolfsson3, Olafur E. Sigurjónsson4,5, Aarash Bordbar6, Bernhard Palsson1

1Bioengineering Department, University of California, San Diego,2Center for Biomedicine, European Academy of Bolzano/Bozen, Bolzano, Italy, 3Center for Systems Biology, University of Iceland, Reykjavik, Iceland; 4The Blood Bank, Landspitali-University Hospital, Reykjavik, Iceland 5School of Science and Engineering, Reykjavik University, Reykjavik, Iceland; and 6Sinopia Biosciences, San Diego, California

oes@landspitali.is

Introduction. According to standard practice, red blood cells stored for transfusion are kept at 4°C for up to 42 days. Studies on these RBC units therefore require over a month of experimental work. At higher temperatures, dynamics proceed at an increased rate, creating the potential for faster experiments.

Aims. In this study, twelve RBC units were stored in SAGM at 4°C, 13°C, 22°C, and 37°C and profiled using quantitative metabolomics throughout storage in order to determine whether the metabolic RBC response is similar at higher temperatures.

Study design and methods. In order to obtain a rate for each measurement, the profiles were fit as either linear or nonlinear. A quarter of the data (26%) was classified as linear, while approximately half of the measurements (48%) were classified and fit as nonlinear. The remaining 26% of the measurements were either noisy or exhibited no clear trend and were excluded from further calculations. Once a rate was calculated for each measurement, it was plotted on a log2(rate) vs. temperature plot.

Results. Looking at specific pathway behavior, we observed a significant accumulation of metabolites in the nucleotide salvage pathway (e.g. xanthine, hypoxanthine, uridine) at higher temperatures, while concentrations were fairly steady at low temperatures. The same behavior was observed for intracellular citric acid.

Conclusion. Metabolite profiling for RBCs in storage at different temperatures show that the rate of change of metabolite profiles approximately double for every 10°C of change in storage temperature. These results indicate that for metabolic studies, storage at temperatures as high as 13°C provides a similar but accelerated system that could reduce the time required to complete experiments.

 

A5 - Effect of pathogen inactivation on miRNA profile of platelet concentrates during storage under standard blood banking condition

Níels Árni Árnason1, Ragna Landrö1, Óttar Rolfsson2,  Björn Harðarson1, Sveinn Guðmundsson1, Ólafur E. Sigurjónsson1, 3

1The blood bank, Landspitali-The National University Hosptital of iceland , 2Center for systems biology, University of Iceland, 3School of Science and Engineering; Reykjavik Unviersity

oes@landspitali.is

Backround. Platelets concentrates can be stored for a maximum of 5-7 days due to risk of pathogen contamination and platelet storage lesion (PSL). PSL is a collective term of variety of factors that contribute to the deterioration of platelet quality during storage. To reduce the risk of pathogen contamination, methods have been developed that render pathogens inactive (PI) in platelet concentrates prior to storage. Several reports support the notion of miRNA being important in platelet function. Changes in the regulation of specific miRNA's during storage have been reported as well as perturbation effects related to pathogen inactivation methods. 

Aim. To investigate the effects of PI on selected miRNAs in buffy coat generated platelets stored for 7 days under standard blood banking conditions.

Study design and methods. Using a pool and split strategy 4 identical single dose units where generated that originated from 24 whole blood donors (n=8). Each sister unit received different treatment (Intercept/Control-SSP+/Irradiated in plasma/Control-Plasma). In vitro quality of platelets was monitored on day 1, 2, 4 and 7 during storage using and selected miRNA were analysed using QPCR.

Results. Out of the 30 miRNA analyzed only three showed a significant difference at one or more time points as a result of different treatment. On day 7 miR1260a and miR1260b where down regulated in groups Control-SSP+,Control-Plasma and Irradiated,Control-Plasma respectively when compared to day 1 baseline samples. miR-96-5p was down regulated on day 2 and 4 in the Intercept group compared to Control-SSP+.

Conclusion. The INTERCEPT treatment does not change the quality or significantly alters the miRNA profile of platelet concentrates generated and stored using standard blood banking condition.

 

A6 - Tíðni járnskorts meðal íslenskra blóðgjafa

Margrét Guðrún Gunnarsdóttir1, Sunna Helgadóttir2, Þorbjörn Jónsson2, Anna Margrét Halldórsdóttir2 

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Blóðbankanum, Landspítala

annamha@landspitali.is

Inngangur: Mæling á ferritínstyrk í blóðsýni er viðurkennd aðferð til þess að meta járnbirgðir einstaklinga og er notuð til að meta járnhag nýrra blóðgjafa í Blóðbankanum. Einnig er ferritín mælt hjá virkum gjöfum eftir þörfum (grunur um járnskort). Samkvæmt skilgreiningu WHO teljast járnbirgðir tæmdar ef ferritín mælist <15 μg/l. Við blóðgjöf tapast í hvert sinn um 250 mg járns. Nú stendur yfir endurskoðun á viðmiðunarreglum Blóðbankans fyrir ferritín, en járnhagur blóðgjafa á Íslandi og tíðni járnskorts meðal þeirra hafa ekki verið rannsökuð áður.

Markmið: Að rannsaka járnhag og blóðhag íslenskra blóðgjafa út frá mælingum á blóðhagi og ferritíni í blóði og mæla tíðni járnskorts meðal nýrra og virkra blóðgjafa, karla og kvenna.

Aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til áranna 2015 og 2016. Gerð var leit að mælingum á ferritíni (Ortho Vitros) og blóðrauða (hemóglóbíni, Hb, Sysmex frumutalningartæki) hjá nýjum blóðgjöfum og virkum heilblóðsgjöfum í ProSang tölvukerfi Blóðbankans.

Niðurstöður: Ferritín mældist að meðaltali 72,3 ± 71,6 μg/l hjá nýskráðum blóðgjöfum, 105,1 ± 74,3 μg/l hjá körlum og 37,2 ± 48,1 μg/l hjá konum.  Hjá nýskráðum blóðgjöfum var tíðni járnskorts (ferritín <15 μg/l) 11,5%, nánar tiltekið 0,8% hjá körlum og 22,5% hjá konum. Meðal virkra heilblóðsgjafa, þar sem ferritínmælingar voru gerðar, var tíðnin 15,5%; hjá körlum 9,0% og hjá konum 26,5%. Tíðni blóðleysis hjá karlkyns gjöfum (Hb <134 g/l) var 1,4% en hjá kvenkyns gjöfum (Hb <118 g/l) 1,8%.

Ályktun: Tæplega fjórðungur nýskráðra kvenkyns blóðgjafa greindist með járnskort. Brýnt er að fylgjast með ferritíngildum blóðgjafa til þess að viðhalda járnbirgðum þeirra og draga úr líkum á járnskorti. Þörf er á framsýnni rannsókn til þess að meta raunverulega tíðni járnskorts meðal virkra blóðgjafa.

 

A7 - Orku- og próteinneysla inniliggjandi sjúklinga með langvinna lungnateppu (LLT). Tengsl við líkamssamsetningu, legutíma, endurinnlagnir og lifun

Áróra Rós Ingadóttir1,2, Anne Marie Beck3, Christine Baldwin4, C. Elizabeth Weekes4, Ólof Guðny Geirsdóttir1,5, Alfons Ramel1, Thorarinn Gislason6, Ingibjörg Gunnarsdóttir1,2

1Rannsóknastofu í næringarfræði við Landspítala og Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Ísland, 2Næringarstofu Landspítala, 3Department of Nutrition and Health, Faculty of Health and Technology, Metropolitan University College, Copenhagen N, Denmark and Research Unit for Nutrition, Herlev and Gentofte Hospital DK-2820 Gentofte, 4Division of Diabetes and Nutritional Sciences, King's College London, London, UK, 5Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum, 6Lungnadeild Landspítala

aroraros@landspitali.is

Inngangur: Lítil orku- og próteinneysla tengist auknum líkum á vannæringu hjá göngudeildarsjúklingum með langvinna lungnateppu (LLT). Lítið er vitað um tengsl næringar í innlögn við vannæringu og horfur sjúklinga með LLT.

Markmið: Að meta tengsl milli orku- og próteinneyslu inniliggjandi LLT sjúklinga við lungnastarfsemi, líkamssamsetningu, legutíma, endurinnlagnir innan 30 daga og lifun.

Aðferðir: Orku- og próteinneysla sjúklinga með LLT (n=99) sem lögðust inn á Lungnadeild (A6) Landspítala tímabilið mars 2016 til mars 2017 var metin og borin saman við áætlaða orku- og próteinþörf (25-30 kkal/kg/dag og 1,2-1,5 g prótein/kg/dag). Vanæring var skilgreind samkvæmt greiningarviðmiðum ESPEN, líkamssamsetning metin með leiðnimælingu (Bioelectrical impedance analyser) og lungnastarfsemi með öndunarmælingu (Spirometry). Legutími, endurinnlagnir og lifun var skráð úr SÖGU.

Niðurstöður: Vannærðir sjúklingar (23%) neyttu minni orku- (~240 kkal) og próteina (~10 g) frá máltíðum eldhúss Landpítala heldur en þeir sem ekki töldust í hættu á vannæringu (p<0,05) og var munur mestur í hádegis og kvöldverði. Munur í heildar orku- og próteinneyslu dagsins (22 ± 6 kkal/kg/dag mv. 20 ± 6 kkal/kg/dag og 0,9 ± 0,3 g/prótein/dag mv. 0,8 ± 0,3g/prótein/dag) reyndist þó ekki marktækt mismunandi milli hópa vegna meiri neyslu á næringardrykkjum og aukabitum meðal vannærðra sjúklinga. Jákvætt samband sást milli orku- og próteinneyslu, líkamsþyngdarstuðuls og fitufrís massa, en engin tengsl sáust við lungnastarfsemi eða útkomubreytur.

Ályktanir: Orku- og próteinneysla inniliggjandi sjúklinga með LLT er lægri en ráðlagt er, en virðist ekki tengjast lungnastarfsemi, legutíma, endurinnlögnum eða horfum sjúklinga. Þörf er á langtímarannsóknum til að kanna hvort neysla sjúklinga með LLT aukist eftir útskrift af sjúkrahúsinu.  

 

A8 - Vannæring og líkamssamsetning tengist lungnastarfsemi og dánartíðni sjúklinga með langvinna lungnateppu (LLT)

Áróra Rós Ingadóttir1,2, Anne Marie Beck3, Christine Baldwin4, C. Elizabeth Weekes4, Ólof Guðny Geirsdóttir1,5, Alfons Ramel1, Thorarinn Gislason6, Ingibjörg Gunnarsdóttir1,2

1Rannsóknastofu í næringarfræði við Landspítala og Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Ísland, 2Næringarstofu Landspítala, 3Department of Nutrition and Health, Faculty of Health and Technology, Metropolitan University College, Copenhagen N, Denmark and Research Unit for Nutrition, Herlev and Gentofte Hospital DK-2820 Gentofte, 4Division of Diabetes and Nutritional Sciences, King's College London, London, UK, 5Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum, 6Lungnadeild Landspítala

aroraros@landspitali.is

Inngangur: Mæling á líkamssamsetningu er hluti af nýjum greiningarviðmiðum ESPEN (European Society for Parenteral and Enteral Nutrition) fyrir vannæringu frá 2015.

Markmið: Að meta tíðni vannæringar hjá sjúklingum með LLT ásamt því að meta tengsl vannæringar og einstakra þátta nýrra greiningarviðmiða fyrir vannæringu við lungnastarfsemi (stigun sjúkdóms, GOLD I-IV), legutíma (>7 daga), endurinnlagnir innan 30 daga og dánartíðni. 

Aðferðir: Þátttakendur voru sjúklingar með LLT (n=121) sem lögðust inn á lungnadeild (A6) á Landspítala tímabilið mars 2016 til mars 2017. Líkamssamsetning var metin með leiðnimælingu (Bioelectrical impedance analyser). Vannæring var skilgreind samkvæmt ESPEN sem 1) líkamsþyngdarstuðull (LÞS) <18,5 kg/m2 eða 2) ósjálfrátt þyngdartap ásamt annað hvort aldurstengdum viðmiðum fyrir LÞS eða fitufríum massa <15 kg/m2 fyrir konur og <17 kg/2 fyrir karla. Lungnastarfsemi var metin með öndunarmælingu (Spirometry).

Niðurstöður: Vannærðir sjúklingar (21%) voru líklegri að vera á III og IV stigi LLT heldur en vel nærðir og meiri hætta var á dauðsföllum innan 9 mánaða meðal þeirra samanborið við vel nærða (OR 2,72: 0,94, 7,87, P=0,065). Fitufrír massi undir viðmiðunargildum, óháð ósjálfráðu þyngdartapi, tengdist auknum líkum á að vera á III og IV stigi LLT, OR (95% CI) 4,77 (2,03; 11,20), p<0,001) og hætta á legutíma >7 daga var á mörkum þess að vera marktækt hærri heldur en sjúklinga yfir viðmiðunarmörkum, OR 2,46(0,92; 6,59), p=0,074.

Ályktanir: Vannæring tengist verri lungnastarfsemi og aukinni hættu á dauðsföllum innan 9 mánaða meðal sjúklinga með LLT. Íhuga mætti notkun á fitufríum massa sem mælikvarða á vannæringu, óháð þyngdartapi, fyrir sjúklinga með LLT.

 

A9 - Næring og vöxtur ungbarna og jákvætt IgE fyrir mótefnisvökum í fæðu við 6 ára aldur

Birna Þórisdóttir1, Ingibjörg Gunnarsdóttir1, Anna Guðrún Viðarsdóttir2, Sigurveig Sigurðardóttir2,3,4, Bryndís Eva Birgisdóttir1, Inga Þórsdóttir5

1Rannsóknastofa í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala, 2Ónæmisfræðideild Landspítala, 3Læknadeild Háskóla Íslands, 4Göngudeild ofnæmissjúkdóma við Landspítala, 5Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands 

bth50@hi.is

Inngangur: Rannsóknir benda til þess að næring ungbarna sé einn af þeim þáttum sem geta haft áhrif á líkur á ofnæmi. Næring ungbarna hefur mikil áhrif á vöxt.

Markmið: Að bera saman næringu og vöxt frá fæðingu til 6 ára aldurs meðal IgE næmra barna og viðmiðunarbarna.

Aðferðir: Þátttakendur voru börn fædd 2005 (n=144) sem tóku þátt í framsærri ferilrannsókn á næringu og vexti frá fæðingu til 6 ára aldurs. Mataræðisupplýsingar 0-4 mánaða voru fengnar með fæðissögu, við 12 mánaða og 6 ára aldur með 3ja daga vigtaðri matardagbók. Þyngd, lengd/hæð og höfuðummál voru mæld 0-18 mánaða og 6 ára. Blóðprufur voru teknar þegar börn voru 6 ára. Í sermi var mælt sértækt IgE fyrir mjólk, eggjum, jarðhnetum, soja, hveiti og fiski. Börn voru skilgreind sem IgE næm ef svarið var ≥0,35 kUA/L.

Niðurstöður: Alls 14 börn (10%) voru IgE næm. Við 4 mánaða aldur (17 vikur) voru 57% IgE næmra vs. 23% viðmiðunarbarna farin að fá fasta fæðu (p<0,01). Frá fæðingu til 2 mánaða aldurs þyngdust IgE næm börn meira en viðmiðunarbörn (meðaltal ± SD: 2,2 ±0,4 kg vs. 1,8 ± 0,7 kg, p=0,04) og höfuðummál þeirra jókst einnig meira (4,9 ± 1,2 cm vs. 4,2 ± 0,7 cm, p=0,02). Við 6 ára aldur voru 29% IgE næmra barna vs. 10% viðmiðunarbarna yfir kjörþyngd (p=0,04). Við 12 mánaða aldur var D-vítamínneysla IgE næmra barna lægri en viðmiðunarbarna (miðgildi (25;75 percentílar): 3,9 μg/d (3,2;7,2) vs. 8,1 μg/d (4,4;12,3), p=0,03) og við 6 ára aldur notaði 23% IgE næmra vs. 56% viðmiðunarbarna lýsi eða annan D-vítamíngjafa (p=0,03).

Ályktun: IgE næm börn voru líklegri til að fá fasta fæðu fyrir 4 mánaða aldur, uxu hraðar 0-2 mánaða og voru líklegri til að vera yfir kjörþyngd 6 ára. D-vítamínneysla þeirra var lægri en viðmiðunarbarna.


A10 - Fæðuval ungra Íslendinga með geðrofssjúkdóma og þróun líkamsþyngdar þeirra á átta til 12 mánaða tímabili

Helga Guðrún Friðþjófsdóttir1, Ólöf Guðný Geirsdóttir2, Halldóra Jónsdóttir3, Laufey Steingrímsdóttir2, Inga Þórsdóttir4, Hólmfríður Þorgeirsdóttir5, Nanna Briem3, Ingibjörg Gunnarsdóttir1,2

1Rannsóknastofa í næringarfræði við Landspítala og Háskóla Íslands, 2Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, 3Geðsvið Landspítala 4Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, 5Embætti landlæknis

ingigun@landspitali.is

Inngangur: Tíðni lífstílssjúkdóma er hærri meðal einstaklinga með geðrofssjúkdóma en almennings.

Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna fæðuval ungs fólks með geðrofssjúkdóma, en fæðuval þessa hóps hefur aldrei verið kannað hérlendis áður.

Aðferðir: Þátttakendur voru þjónustuþegar Laugarássins (n=48, 18- 30 ára), sem sóttu þjónustu á því tímabili sem gagnaöflun fór fram (júlí- ágúst 2016). Fæðuval og næringargildi fæðu var metið með sólarhrings upprifjun á mataræði. Niðurstöður voru bornar saman við ráðleggingar Embættis landlæknis og niðurstöður landskönnunar á mataræði 2010-2011 fyrir sama aldurshóp (n=250). Upplýsingar um líkamsþyngd á átta til 12 mánaða tímabili voru skráðar úr Sögu. 

Niðurstöður: Neysla á ávöxtum, fiski, mjólkurvörum, jurtaolíum og lýsi var marktækt lægri meðal þjónustuþega en hjá þátttakendum í landskönnun  2010-2011, en neysla á sælgæti og gosdrykkjum hærri (p<0,001). Hlutfall viðbætts sykurs af heildarorku var hærra í fæði þjónustuþega  (15% m.v. 12%) og hlutfall próteina lægra (16% m.v. 18%) heldur en í viðmiðunarhópnum. Hlutfall omega-3 fitusýra í fæði og neysla D-vítamíns var lægri á meðal þjónustuþega en meðal þátttakenda í landskönnun og töluvert undir ráðleggingum (0,04 ± 0,3% omega-3 af heildarorku m.v. 1,2 ± 0,6%, p<0,001 og 3,1 ± 4,2 µg D-vítamín/dag m.v 5,6 ± 6,5 µg/dag, p<0,001). Tæplega 40% þjónustuþega hafði þyngst um >5% af upphafsþyngd sinni á átta til 12 mánaða tímabili.

Ályktun: Fæðuval ungs fólks með geðrofssjúkdóma samræmist ekki opinberum ráðleggingum um fæðuval og er lakara en fæðuval viðmiðunarhópsins. Mikilvægt er að þróa leiðir til að bæta fæðuval og þar með næringargildi fæðu hópsins.

 

A11- Fæðumynstur á meðgöngu – gagnasemi skimunar á fyrsta þriðjungi meðgöngu

Laufey Hrólfsdóttir1,2, Þórhallur I. Halldórsson1,2,3, Bryndís Eva Birgisdóttir1,2, Hildur Harðardóttir4,5, Ingibjörg Th Hreiðarsdóttir5, Ingibjörg Gunnarsdóttir1,2

1Rannsóknarstofu í næringarfræði við Landspítala og Háskóla Íslands, 2matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, 3Department of Epidemiology Research, Statens Serum Institut, Danmörk. 4læknadeild Háskóla Íslands, 5kvennadeild Landspítala

lah10@hi.is

Inngangur: Næring og þyngdaraukning á meðgöngu tengjast heilsu móður á meðgöngu sem og þroska, vexti og heilsu barnsins. Hefðbundnar aðferðir til að meta mataræði eru tímafrekar og dýrar. Þörf er á einföldum mælikvörðum sem hægt væri að nýta í klínísku starfi.

Markmið: Að skilgreina fæðumynstur í upphafi meðgöngu, út frá svörun á stuttum skimunarlista um fæðuval, sem gefur vísbendingar um hættu á þyngdaraukningu yfir viðmiðum íslenskra ráðlegginga (12-18 kg fyrir konur í kjörþyngd og 7-12 kg fyrir konur yfir kjörþyngd).

Aðferðir: Barnshafandi konum sem mættu í ómskoðun á kvennadeild Landspítala við 11.-14. viku meðgöngu á eins árs tímabili (1. okt. 2015 til 30. september 2016) var boðin þátttaka. Alls svöruðu 2117 konur (80% þátttökuhlutfall) stuttum spurningalista um fæðuval, líkamssamsetningu fyrir þungun og bakgrunn. Upplýsingar um þyngdaraukningu voru fengnar úr sjúkraskrám, en hér eru birtar niðurstöður fyrir þátttakendur sem höfðu lokið meðgöngu 1. október 2016 (n=631). Aðhvarfsgreiningu var beitt til að ákvarða fæðumynstur sem tengdist aukinni áhættu á þyngdaraukningu umfram ráðleggingar.

Niðurstöður: Alls þyngdist 38% þátttakenda umfram viðmið ráðlegginga.  Fæðumynstur sem einkenndist af mikilli neyslu á gosdrykkjum, frönskum kartöflum eða snakki, óhóflegri eða lítilli neyslu á mjólkurvörum, auk lítilli neyslu á heilkornavörum tengdist aukinni hættu á þyngdaraukningu yfir viðmiðum (OR=1,22, 95%CI=1,00; 1,47) eftir að leiðrétt hafði verið fyrir truflandi þáttum.  Fæðumynstrið tengdist einnig aukinni áhættu á þungburafæðingum (≥4500 g) (OR=1,45, 95%CI=1,06; 1,98).

Ályktun: Niðurstöðurnar benda til þess að unnt sé að finna konur í aukinni áhættu á of mikilli þyngdaraukningu á meðgöngu með því að spyrja einfaldra spurninga um fæðuval í upphafi meðgöngu.


A12 - Neysla orkuefna á meðgöngu og blóðþrýstingur barna seinna meir

Laufey Hrólfsdóttir1,2, Þórhallur Ingi Halldórsson1,2,3, Dorte Rytter4, Bodil Hammer Bech4, Bryndís E. Birgisdóttir1,2, Ingibjörg Gunnarsdóttir1,2, Charlotta Granström3, Tine Brink Henriksen5, Sjurdur F. Olsen3,6, Ekaterina Maslova3,7,8

1Rannsóknarstofu í næringarfræði við Landspítala og Háskóla Íslands, 2matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, 3Department of Epidemiology Research, Statens Serum Institut, Danmörk, 4Department of Public Health, Section for Epidemiology, Aarhus University, Danmörk, 5Pediatric Department, Aarhus University Hospital, Danmörk, 6Department of Nutrition, Harvard School of Public Health, USA, 7Department of Primary Care and Public Health, Imperial College, UK, 8Danish Diabetes Academy, Danmörk

lah10@hi.is

Inngangur: Niðurstöður eldri rannsókna frá Skotlandi (Aberdeen og Motherwell) sýndu samband milli próteinneyslu kvenna á meðgöngu og blóþrýstingsgilda barna þeirra á fullorðinsaldri. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða þetta samband í dönsku þýði, þ.e. The Danish Fetal Origins Cohort (DaFO88). 

Aðferðir: Alls tóku 965 barnshafandi konur þátt í rannsókninni á árunum 1988-1989. Eftirfylgni átti sér stað ~20 árum síðar þegar börnum þeirra var boðin þátttaka í rannsókninni og mælingar á blóðþrýstingi og líkamsamsetningu fóru fram (n=434). Fæðuval kvennanna var metið í 30. viku meðgöngu með tíðnispurningarlista og viðtali um fæðuvenjur. Fjölþátta línulegri aðhvarsfsgreiningu var beitt til að skoða sambandið á milli hærri próteinneyslu mæðra, á kostnað kolvetna og blóðþrýstingsgilda meðal barna þeirra (isocaloric substitution model).

Niðurstöður: Heildarorkuinntakan var að meðaltali (SD), 8,7 (2.3) MJ/d. Að meðaltali var neysla kolvetna 51% af heildarorku (E%), fitu 31 E% og próteina 16 E%. Eftir að leiðrétt hafði verið fyrir mögulegum truflandi þáttum fundust tengsl á milli hærri próteinneyslu á meðgöngu og hærri hlébilsþrýsting hjá afkvæmum (hæsti fimmtungur borin saman við þann lægsta: ∆=2,4 mm Hg; 95% CI: 0,4; 4,4; p for trend=0,03). Svipaðar niðurstöður, þó ekki marktækar, fundust fyrir slagbilsþrýsting (∆=2,6 mm Hg; 95% CI: -0,0; 5,3; p for trend= 0,08).

Ályktun: Hærri próteinneysla kvenna á meðgöngu á kostnað kolvetna var tengd við lítillega hækkaðan blóþrýsting meðal barna þeirra á fullorðinsaldri.

 

A13 - Næringarástand skjólstæðinga Göngudeildar hjartabilunar (14F) á Landspítala Háskólasjúkrahúsi

Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir1,2, Bryndís Eva Birgisdóttir1,3, Ólöf Guðný Geirsdóttir1,4

1Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, 2Næringarstofu Landspítala, 3Rannsóknastofu í Næringarfræði, 4Rannsóknarstofu í öldrunarfræðum (RHLÖ)

vkv2@hi.is

Inngangur: Lélegt næringarástand tengist auknum líkum á lengri legutíma og fylgikvillum, sem hefur í för með sér aukinn kostnað fyrir heilbrigðiskerfið. Meirihluti hjartabilaðra eru aldraðir einstaklingar (≥67 ára), en með hækkandi aldri aukast líkur á vannæringu. Hjartabilaðir eru sérstaklega viðkvæmur hópur og hætta á vannæringu aukin vegna einkenna sjúkdómsins. Næringarástand þessa hóps hefur ekki verið rannsakað áður hérlendis.

Markmið: Að meta áhættu á vannæringu hjá göngudeildarsjúklingum með hjartabilun með notkun skimunartækis (SSM), auk þess að meta næringarástand hjá smærra úrtaki sama hóps með ýmsum næringartengdum breytum. 

Aðferðir: Framkvæmd var þversniðsrannsókn. Allir með komu á deild 14F voru skimaðir fyrir vannæringu (n=84). Alls var 60 manns boðin þátttaka, en þar af skrifuðu 33 undir upplýst samþykki. Þátttaka fólst í svörun á þremur spurningalistum, auk blóðsýnatöku og gripstyrksmælingu. Upplýsingum um niðurstöður skimunar, ICD-10 greiningar, lyfjanotkun, hæð, þyngd, blóðþrýsting og bjúg var safnað úr sjúkrasögu.

Niðurstöður: Skimun fyrir allan sjúklingahópinn (n=84) sýndi að um 30% (n=25) voru í meðal eða mikilli hættu á vannæringu. Þátttakendur (n=33) voru af báðum kynjum og var meðalaldur 74 (± 12,6) ár. Ríflega 24% þátttakanda (n=8) náðu stöðluðum viðmiðunargildum fyrir gripstyrk og meðal T-skor fyrir lífsgæði var 43,8 (± 10,4), með norm 50 ± 10.

Ályktun: Líkur eru á vannæringu hjá um þriðjungi hópsins og gripstyrkur skertur, því er brýnt að fylgjast með næringarástandi til að geta gripið tímanlega inn í. Slík inngrip eru dýrmæt til að bæta bæði næringarástand og lífsgæði, auk þess að fyrirbyggja frekari áföll og fylgikvilla. Þjónustustig Göngudeildar hjartabilunar er hátt, sem á líklega stóran þátt í viðhaldi lífsgæða hjá skjólstæðingum.

 

A14 - Starfræn einkenni á taugalækningadeild Landspítala 2014-2015 og þekking sjúkraþjálfara á röskuninni

Agnes Ósk Snorradóttir1, Freyja Barkardóttir1, Lilja Minný Sigurbjörnsdóttir1, Þjóðbjörg Guðjónsdóttir, Guðbjörg Þóra Andrésdóttir2

1Háskóla Íslands, námsbraut í sjúkraþjálfun, 2Taugalækningadeild Landspítala

freyjab@landspitali.is

Inngangur: Starfræn einkenni eru einkenni frá taugakerfi án vefrænna orsaka.   Algengt er að sjúklingar séu með mörg ólík einkenni sem geta verið breytileg í sjúkdómsferlinu. Sjúkraþjálfun er mikilvægt meðferðarúrræði fyrir einstaklinga með röskunina. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á algengi, einkennum og meðferðarúrræðum fyrir sjúklingahópinn hér á landi.

Markmið: Að kanna algengi og einkenni sjúklingahópsins á taugalækningadeild Landspítala árin 2014 og 2015 og hversu oft sjúklingum var vísað í áframhaldandi sjúkraþjálfun. Að skoða mat sjúkraþjálfara á Íslandi á þekkingu sinni á röskuninni.

Aðferð: Gögnum um algengi og einkenni sjúklinganna var safnað afturskyggnt úr sjúkraskrá Landspítalans. Spurningakönnun var send rafrænt  á sjúkraþjálfara í Félagi sjúkraþjálfara.

Niðurstöður: Árin 2014 og 2015 voru 122 sjúklingar á taugalækningadeild með starfræn einkenni. Marktækt fleiri fengu greiningu árið 2015 (p=0,0038) en 2014. Fleiri konur fengu greininguna (81,1%) og var meðalaldur hópsins 43 ár. Algengustu einkenni  voru máttminnkun og skyntruflanir, 36,9% voru með aðra taugasjúkdóma og 9,0% með aðra geðsjúkdóma. Rúmlega helmingi sjúklinga var vísað í áframhaldandi sjúkraþjálfun eftir útskrift og þar af var 68,2% stefnt í endurhæfingu á heilbrigðisstofnun. Svarhlutfall spurningakönnunar var 47,0% (n=270). Sjúkraþjálfarar sem höfðu haft marga sjúklinga með röskunina í meðferð og/eða störfuðu á taugasviði töldu sig hafa góða þekkingu á starfrænum einkennum en yfir 80% sjúkraþjálfara mátu sig með miðlungs- eða litla þekkingu.

Ályktanir: Starfræn einkenni er algeng röskun á taugalækningadeild Landspítala og sjúkraþjálfun er oft nýtt sem meðferðarúrræði. Niðurstöðurnar gætu gagnast til að bæta skráningu sjúkraskrár og að þróa frekari kennslu sjúkraþjálfara.

 

A15 - Jafnvægisstjórnun og starfsemi skynkerfa hjá einstaklingum sem hlotið hafa úlnliðsbrot við byltu

Bergþóra Baldursdóttir1,2,3, Pálmi V. Jónsson1,2,3, Hannes Petersen2,  Brynjólfur Mogensen2,3, Susan L. Whitney4, Ella K. Kristinsdóttir2

1Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3flæðisviði Landspítala, 4University of Pittsburgh BNA

bergbald@landspitali.is

Inngangur: Óstöðugleiki, byltur og beinbrot aukast verulega með hækkandi aldri. Úlnliðsbrot geta verið undanfari alvarlegri mjaðmarbrota. Tengsl jafnvægisstjórnunar, starfsemi jafnvægiskerfis innra eyra og skyns í fótum við byltur og úlnliðsbrot eru ekki ljós.

Markmið: Að kanna hvort munur sé á jafnvægisstjórnun, starfsemi jafnvægiskerfis innra eyra og skyns í fótum hjá 50-75 ára einstaklingum sem hlotið hafa úlnliðsbrot við byltu og paraðs samanburðarhóps.

Aðferðir: Samanburðarrannsókn með 98 þátttakendum, 50-75 ára, sem leituðu á bráðamóttöku Landspítala eftir byltu og greindust með úlnliðsbrot. Í pöruðum samanburðarhópi voru 50 heilbrigðir einstaklingar án sögu um úlnliðsbrot. Starfsemi jafnvægiskerfis innra eyra var metin með Head-shake prófi (HSP). Þrýstingsskyn undir iljum var metið með Semmes-Weinstein monofilaments (MF), titringsskyn í fótum var metið með Biothesiometer og tónkvísl. Jafnvægisstjórnun var metin með skynúrvinnsluprófi (SOT). Öryggiskvarði jafnvægis (ABC) og svimakvarði (DHI) voru notaðir til að meta eigin upplifun á öryggi og svima í daglegu lífi.

Niðurstöður: Jákvætt HSP ((>3 hröð slög á augum) fannst hjá 57% í úlnliðsbrotahópnum og hjá 38% í viðmiðunarhópnum (p=0,047) sem sýnir hærri tíðni ósamhverfrar starfsemi í jafnvægiskerfi innra eyra hjá úlnliðsbrotahópnum. Þrýstingsskyn undir il var marktækt verra hjá úlnliðsbrotahópnum (p<0,001), ekki var marktækur munur á titringsskyni á milli hópanna. Samsett stig á SOT voru marktækt lægri hjá úlnliðsbrotahópnum (p<0,001). Stig á ABC (p<0,001) og DHI (p=0,007) kvörðum voru marktækt lægri hjá úlnliðsbrotahópnum.

Ályktanir: Skerðing á þrýstingsskyni undir iljum og ósamhverf starfsemi jafnvægiskerfis innra eyra geta verið mikilvægir undirliggjandi orsakaþættir bylta sem leiða af sér úlnliðsbrot. Mat á skyni í fótum og starfsemi jafnvægiskerfis innra eyra ætti að vera hluti af skoðun einstaklinga sem hljóta úlnliðsbrot við byltu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda á möguleika til þróunar skimunartækis til að meta áhættu fólks á því að detta og hljóta úlnliðsbrot.

 

A16 - Hvernig hugsa sjúkraþjálfarar á meðan þeir taka ákvörðun um flókið klínískt verkefni?

Ólöf Ragna Ámundadóttir1,2, Helga Jónsdóttir2, Gísli H. Sigurðsson1,2, Elizabeth Dean2,3

1Landspítali, 2Háskóli Íslands, 3University of British Columbia

olofra@landspitali.is

Inngangur: Fræðileg þekking, reynsla, rökhugsun og sjálfsþekking heilbrigðisstarfsmanns leiðir klíníska rökhugsun hans og ákvarðanatöku. Slíkt hugsanaferli leiðbeinir heilbrigðisstarfsfólki við klínískar ákvarðanir um vandamál skjólstæðings og tekur mið af aðstæðunum sem ákvörðunin á sér stað í, vinnureglum deildar/stofnunar auk samhengisins sem ákvörðunin á sér stað í. 

Markmið þessarar eigindlegu rannsóknar var að lýsa ferli klínískrar rökhugsunar og ákvarðanatöku sjúkraþjálfara á meðan þeir aðstoðuðu alvarlega veikan sjúkling við hreyfingu og þjálfun í uppréttri stöðu. 

Aðferðir: Þátttakendur voru tólf sjúkraþjálfarar, starfandi á skurð-, lyfja- og gjörgæsludeildum Landspítala, sem tóku þátt í gæsluvöktum sjúkraþjálfara. Gagnasöfnun fólst í áhorfsathugun og hálfstöðluðu djúpviðtali. Gögnin voru greind með eigindlegri efnisgreiningu.

Niðurstöður: Niðurstöður leiddu í ljós sex flokka og fjóra umlykjandi þætti sem höfðu áhrif á klíníska rökhugsun og ákvarðanatöku þátttakanda þegar þeir aðstoðuðu alvarlega veikan sjúkling við hreyfingu og þjálfun í uppréttri stöðu. Flokkarnir eru: sjúklingur, gjörgæsla, sjúkraþjálfari, flutningur, þjálfun (aðferð, ákefð, tími og tíðni) og áætluð niðurstaða. Umlykjandi þættirnir eru: öryggi og vellíðan, skoðun og meðferð samtvinnuð, einstaklingsbundin meðferð byggð á viðbrögðum sjúklings og hindranir og lausnir.

Ályktun: Flokkarnir sex og umlykjandi þættirnir fjórir sem komu í ljós, höfðu áhrif á og leiðbeindu þátttakendum í klínískri rökhugsun og ákvarðanatöku þeirra við umrætt verkefni. Nálgun sjúkraþjálfaranna var markviss, sniðin að einstaklingsbundnum þörfum sjúklinganna og viðbrögðum þeirra við hreyfingunni á hverjum tíma. Niðurstöður þessarar rannsóknar gætu nýst til að kenna starfsfólki, nýliðum og nemum að takast á við flókin klínísk verkefni.




Þetta vefsvæði byggir á Eplica