12. ráðstefnan um rannsóknin í líf- og heilbrigðisvísindum í HÍ 4.-5. janúar

1915-24

Ritstjóri Læknablaðsins fól mér að fara yfir10fyrstuárganga blaðsins (1915-1924) og velja eina athyglisverða grein sem væri: . . „annaðhvort læknisfræðilega mikilvæg og sígild eða að hún sé dæmigerð fyrir þekkingu, umræður og heilbrigðismál þess tíma, þegar hún var skrifuð". Jafnframt var þess óskað að rökstutt væri með nokkrum hætti hvers vegna greinin væri valin. Þegar fletterfyrstuárgöngum Læknablaðsins rekur maður strax augun í ritgleði þeirra manna sem telja mátti í framvarðasveit lækna á þeim árum. Ritað er um rannsóknir, ferðir og fundi, erlent efni kynnt, teikningar af spítölum sýndar, sagt frá prófum og já – einnig skurðaðgerðum á læknum (sbr. Læknablaðið 1917; 3: 191-2). Sumt af þessari ritgleði er því miður horfið af síðum Læknablaðsins. Lesendur í dag sakna þess hins vegar að greinum frá þessum árum sem telja má fræðilegar fylgir ekki heimildaskrá og myndir (ljósmyndir eða teiknaðar myndir) heyrðu til mikilla undantekninga (nema ljósmyndir í minningargreinum). Töflurkomaað vísu fyrir en eru oft ekki sérlega aðgengilegar og á stundum skelfilegalangar. Veigamiklar greinar eru í blaðinu á þessu tímabili um berkla (Sigurður Magnússon (1869-1945); fyrsti yfirlæknir á Vífilsstöðum), sullaveiki (Guðmundur Magnússon (1863-1924); fyrsti prófessor í skurðlæknisfræði) og ekki síst um holdsveiki (Sæmundur Bjarnhéðinsson (1863-1936); forstöðumaður holdsveikraspítalans í Laugarnesi). Greinar eftir alla þessa menn kæmu vel til greina „sem dæmigerðar fyrir þekkingu þess tíma, þegar þær voru skrifaðar". Ekkert þeirra vandamála sem þessir höfundar fengust við og áttu þátt í að leysa, brennur þó á okkur í dag. Utan síns fræðasviðs skrifaði Sæmundur Bjarnhéðinsson enn fremur merkilega grein, sem vel gæti fallið undir „umræður og heilbrigðismál þess tíma". Er það grein hans um „læknabrennivínið" svonefnda (Læknablaðið 1920; 6: 17-22). Í Læknablaðinu er á fyrstu árum þess allmargar greinar eftir Gunnlaug Claessen (1881-1948). Tvær þessara greina vekja sérstaka athygli. Sú fyrri nefnist Um notkun röntgengeisla og er í tvennu lagi (Læknablaðið 1915; 1: 18-20 og 41-47). Síðari greinin heitir Radiumlækningar og er með ekki færri en átta ljósmyndum (Læknablaðið 1918; 4: 49-56). Gunnlaugur hafði árið 1914 orðið forstöðumaður Röntgenstofnunar Háskólans (sem læknadeild frábað sér síðar!). Fáum árum síðar tók hann upp radíumlækningar. Frumbýlingsárum stofnunarinnar lýsti hann vel í Læknablaðinu 1922; 8: 6-7 og 23-6). Þar er ásamt öðru merkilegt að lesa um baráttu Gunnlaugs við rafmagnsskort eða rafmagnsleysi þar til almenningsrafmagn kom til Reykjavíkur sumarið 1921. Gunnlaugur Claessen var pennafær í besta lagi. Hann virðist og hafa verið óvenjulega geislandi maður og dugmikill, og hann hafði mikinn metnað fyrir hönd síns sérsviðs sem í dag er tvískipt: Læknisfræðileg myndgreining og geislalækningar. Ef Gunnlaugur mætti í dag sjá hvert væri orðið hlutskipti þess mjóa vísis myndgreiningar og geislalækninga sem hann hélt á forðum við stopult rafmagn, myndi hann án efa, – eftir að hafa áttað sig á hugtökunum CT, MRI, PET og CT-PT ásamt nýjungum í geislatækni -, falla í stafiafundrunoglofaframþróun fræðanna. Verkefni Gunnlaugs Claessen eru þannig miðsvæðis í læknisfræði í dag og hafa aldrei verið veigameiri en nú. Í ljósi þessa dreg ég fram greinar hans. Hvora greinina? Jú, þá yngri frekar. Aðeins meira um Gunnlaug Claessen. Hann varði doktorsritgerð um röntgengreiningu á sullum í Stokkhólmi 1928 og skrifaði kennslu-bók í röntgenfræðum (bæði ensk og dönsk útgáfa) sem víða var notuð. Hvorttveggja vitnar um þrek, dugnað og færni. Gunnlaugur var framsýnn maður og vildi m.a. stofna námsstöður handa ungum læknum á væntanlegum Landspítala mörgum árum áður en hann komst í gagnið (Læknablaðið 1916; 2: 26-32). Gunn-laugur var yfirlæknir röntgendeildar Landspítalans frá 1931 og til dauðadags.




Þetta vefsvæði byggir á Eplica