Fyrir höfunda

Um útgáfu fylgirita

Fylgirit með Læknablaðinu

Sækja sem PDF


Læknablaðið annast frágang og útgáfu fylgirita sem geyma ágripa erinda og veggspjalda, bæði á íslensku og ensku. Blaðið tekur til athugunar skriflega beiðni um að efni sé birt í sérstöku fylgiriti hálfu ári áður en það á að birtast. Samþykki ritstjórn slíka birtingu skulu aðilar máls hittast og gera samning um útgáfuna í tveimur samhljóða eintökum, þar sem fram koma skilmálar fyrir útgáfunni

  • umfang – fjöldi ágripa
  • eintakafjöldi - dreifing
  • dagsetningar á skilum á efni og útgáfu
  • innihald
  • prentskilmálar og netútgáfa
  • auglýsingasöfnun
  • þóknun til blaðsins

Læknablaðið gerir það að kröfu sinni að vísindanefnd viðkomandi þings lesi yfir og samþykki ágrip sem birt eru. Nefndin ber efnislega ábyrgð á innihaldi þeirra og við ágrip séu tilgreindir allir höfundar þess og þeir hafi allir vitneskju um birtingu efnisins í fylgiritinu.
Höfundaskrá fylgi efninu ásamt greinargóðri dagskrá þingsins.
Upplýsingar skulu birtar um vísindanefnd þingsins.

Læknablaðið gerir sömu kröfur um frágang efnis í fylgiriti og í blaðið sjálft, vandað sé til orðfæris og efnistaka í ágripum, skrifað á góðri íslensku og að lyfjaheiti sé rituð með íslenskum rithætti, erlend hugtök skýrð og allar skammstafanir útskýrðar og reynt að stilla þeim í hóf. Blaðið tekur við efninu í wordskjali, án stílsniða en með feitletrun og skáletrun og öllum táknum sem til þarf. Ekki má nota Endnote-forritið eða önnur forrit sem tengja efni beint út á netið.

Á blaðinu er efnið lesið yfir og samræmt. Læknablaðið brýtur um, lesin er próförk og þinghaldarar fá eina slíka á pdf til að lagfæra það sem útaf stendur. Blaðið býr efnið til prentunar og safnar auglýsingum. Blaðið sér um öll samskipti við prentsmiðju, aflar tilboða og semur um prentun.

Lengd ágripa miðast við 250 orð og viðtekna efnisgrind þeirra:

  • tilgangur
  • efniviður/aðferðir
  • niðurstöður
  • ályktun

Við ágrip sé auk númers þess í röð ágripanna:

  • titill (hámark 20 orð)
  • upptalning allra höfunda
  • starfsstöð þeirra

Auðkennt sé (feitletrað) hver kynnir ágripið á þinginu og jafnframt birt netfang viðkomandi. Myndefni/töflur mega birtast við niðurlag ágrips ef með þarf.

Fylgirit geta verið sv/hv að innvolsi eða í lit, vírheft eða fræsuð og límd, alla jafna á 90 gr pappír, 150 gr í kápu, mattur.

Að jafnaði eru fylgirit ekki póstsend með Læknablaðinu til allra lesenda heldur er ráðstefnuhöldurum afhentur sá fjöldi eintaka sem þeir óska. Allt efni fylgirits er sett á heimasíðu blaðsins samhliða afhendingu til ráðstefnuhaldara. Heimasíðan varðveitir ritið þar sem það er aðgengilegt til leitar og útprentunar.

Greiðsla fyrir fylgirit tekur mið af:

  • Prentkostnaði – 70%
  • Vinnulaun til blaðsins - 30%

Við heildarkostnað bætist 11% virðisaukaskattur.





Þetta vefsvæði byggir á Eplica