12. tbl. 95. árg. 2009

Fræðigrein

Tilfelli mánaðarins: Rautt auga sem svarar ekki meðferð

Svar við tilfelli mánaðarins

Tilfelli


Rúmlega tvítugur, áður hraustur, karlmaður leitaði til heimilislæknis vegna verkja og roða í vinstra auga. Hann notaði augnlinsur að staðaldri. Hafin var meðferð með augndropum sem innihéldu hýdrókortisón, terramycín og polymyxín B, í vinstra auga. Tveimur vikum síðar voru engin merki um bata og leitaði hann því aftur læknis sem ávísaði augnsmyrsli með sýklalyfjum. Einkenni létu ekki undan og var honum þá vísað til augnlæknis sem framkvæmdi nákvæma augnskoðun. Sáust þá hvítir blettir á hornhimnu (mynd 1) sem fór fjölgandi næstu vikuna og mynduðu hring á hornhimnunni (mynd 2).


elingun@landspitali.is


Mynd 1. Sjúklingur hefur áberandi slímhúðarþrota og á hornhimnu við neðri brún ljósops sést stór hvítleitur blettur, íferð (infiltrate).

Mynd 2. Hornhimnuíferðum hefur fjölgað og mynda nú heilan hring.


Hér er um hornhimnubólgu (keratitis) að ræða og hvítu blettirnir á hornhimnunni kallast íferðir (infiltrates) og innihalda hvít blóðkorn sem eru teikn um virka bólgu. Hornhimnubólga verður langoftast vegna sýkinga; bakteríu- og veirusýkingar eru algengastar, en amöbusýkingar sjást einnig.1 Í þessu tilfelli var sýkingin af völdum Acanthamoeba sp. Þetta eru amöbur sem eru um 45 µm að stærð á hreyfanlegu fætlufrumuformi (trophozoite) og um 10-25 µm að stærð á þolhjúpsformi (cyst). Acanthamoeba spp. finnast meðal annars í andrúmslofti, jarðvegi, ryki og vatni, og mótefni gegn þeim finnast í öndunarvegum flestra einstaklinga.1 Þolhjúpurinn er harðgert form sem verndar amöbuna fyrir sýklalyfjum og sótthreinsiefnum, og gerir henni kleift að liggja í dvala þegar aðstæður verða óhagstæðar. Bæði formin finnast í sýktri hornhimnu þar sem amaban brýtur niður stoðvef og veldur krónískri bólgu,2 eins og sást vel í þessu tilfelli. 


1. Kanski JJ. Disorders of the cornea and sclera. In: Clinical ophthalmology, a systematic approach. 4th ed. Oxford: Butterworth and Heinemann, 2000: 94-151.

2. Dart JKG, Saw VPJ, Kilvinton S. Acanthamoeba keratitis: diagnosis and treatment update 2009. Am J Ophthalmol 2009; 148: 487-99.

3. Kilvington S, Gray T, Dart J, et al. Acanthamoeba keratitis: the role of domestic tap water contamination in the United Kingdom. Invest Ophthalmol Vis Sci 2004; 45: 165-9. 

4. Johnston SP, Sriram R, Qvarnstrom Y, et al. Resistance of Acanthamoeba cysts to disinfection in multiple contact lens solutions. J Clin Microbiol 2009; 47: 2040-5.

5. Alsam S, Jeong SR, Sissons J, et al. Escherichia coli interactions with Acanthamoeba: a symbiosis with environmental and clinical implications. J Med Microbiol 2006; 55: 689-94.

6. Claerhout I, Goegebuer A, Van Den BC, et al. Delay in diagnosis and outcome of acanthamoeba keratitis. Graefes Arch Clin Exp Ophthalmol 2004; 242: 648-53.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica