10. tbl. 95. árg. 2009

Umræða og fréttir

Til ritstjóra Læknablaðsins. Landlæknir virðir mörkin. Ólafur Ólafsson

Óttar Guðmundsson læknir skrifaði grein í Læknablaðið 2009; 95: 391-5, „Læknislist og fagmennska. Læknar sem virða ekki mörkin.“

Þar minnist hann á atvik úr ævisögu Ezra Péturssonar þar sem læknirinn viðurkennir að hafa haft mök við sjúkling sinn. Óttar fullyrðir að Ezra hafi ekki hlotið refsingu frá hinu opinbera. Ég var þá í starfi landlæknis og fékk vitneskju um þetta athæfi í desember 1997 eftir að bókin kom út. Ég kallaði Ezra á fund minn, veitti honum alvarlega skriflega áminningu og óskaði eftir því að hann skilaði inn læknaleyfi sínu. Ezra var hættur að praktísera þá. Samkvæmt bréfi heilbrigðisráðuneytis var Ezra sviptur læknaleyfi 12. janúar 1998 að tilhlutan landlæknis. Ezra var sá þriðji er sviptur var lækningaleyfi í minni tíð vegna svipaðs brots.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica