09. tbl. 95. árg. 2009

Umræða og fréttir

Læknanemi vinnur til verðlauna á norrænu vísindaþingi

Í júní síðastliðnum var haldið í Reykjavík 27. vísindaþing Nordisk Urologisk Förening (NUF) en þau eru haldin annað hvert ár. Þingið sóttu rúmlega 400 manns, flestir þvagfæraskurðlæknar frá hinum Norðurlöndunum.

Ljósmynd: Inger H. Bóasson/LSH

Á þinginu bar það til tíðinda að íslenskur læknanemi vann til verðlauna fyrir vísindarannsókn sína, en það var Helga Björk Pálsdóttir fyrir rannsóknina Incidental detection of renal cell carcinoma is an independent prognostic marker - Results of a long term whole population study. Rannsókn Helgu tekur til rúmlega 900 sjúklinga með nýrnafrumukrabbamein þar sem aðaláhersla er lögð á forspárþætti lífshorfa. Þetta er framhald af rannsóknarverkefni hennar á þriðja ári við læknadeild HÍ. Helga hefur unnið að rannsókninni samhliða námi og í samvinnu við læknana Sverri Harðarson, Vigdísi Pétursdóttur, Eirík Jónsson, Guðmund V. Einarsson og Tómas Guðbjartsson.

Helga vinnur nú að vísindagrein og er stefnt á birtingu í erlendu vísindarit innan þvagfæraskurðlækninga.

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica