07/08. tbl 93. árg. 2007

Umræða og fréttir

Heilsa og sjúkdómar í kynjaspegli

Það fræðasvið sem snýst um að greina áhrif kyns á heilsu, hvort sem er vegna líffræðilegs munar eða félagslegra aðstæðna, er í örum vexti. Hafa nú þegar verið haldin þrjú alþjóðleg þing um „Gender-specific Medicine“ eða kyngreinda læknisfræði. Til að vekja athygli á þessum fræðum stóð Félag kvenna í læknastétt á Íslandi fyrir málþingi um efnið á Læknadögum 2007. Ekki skortir áhuga íslenskra lækna á að fræðast nánar og hittist þessi fríði hópur á þingi í Róm á þingi undir yfirskriftinni „Gender specific medicine and aging, the endocrine impact.“

Á myndinni eru, frá vinstri Lilja Sigrún Jónsdóttir, Ólöf Sigurðardóttir, Ingibjörg Georgsdóttir, Björgvin Bjarnason, Kristjana Kjartansdóttir, Friðný Jóhannesdóttir, Pálmi V. Jónsson, Margrét Georgsdóttir, Elín Ólafsdóttir og Katrín Fjeldsted. Fjórir íslenskir læknar til viðbótar voru þátttakendur en fjarverandi við myndatökuna.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica