02. tbl 93. árg. 2007

Fræðigrein

Tilfelli mánaðarins

- nýjung í Læknablaðinu

Í þessu tölublaði er bryddað upp á nýjung, Tilfelli mánaðarins. Er ætlunin að hafa eitt slíkt tilfelli í að minnsta kosti öðru hverju tölublaði Læknablaðsins. Ákveðið tilfelli er kynnt með stuttri sögu (aðeins nokkrar línur) og síðan sýndar ein til tvær röntgenrannsóknir, myndir af vefja-sýnum eða ljósmyndir af útbrotum/æxlum og svo framvegis. Einnig kemur til greina að hafa áhugaverð hjarta- og heilalínurit eða niðurstöður blóðrannsókna. Læknar geta síðan spreytt sig á þessum tilfellum en aftar í blaðinu eru að finna stutt svör þar sem fram kemur greining og meðferð. Einnig er vísað til ítarefnis.

Umsjónarmaður þessa dálks í blaðinu er Tómas Guðbjartsson skurðlæknir. Eru læknar hvattir til að hafa samband við hann hafi þeir tilfelli í sínum fórum sem gætu komið til greina sem Tilfelli mánaðarins.

Tilfelli mánaðarins

54 ára áður hraustur karlmaður er lagður inn með tveggja vikna sögu um svæsna lungnabólgu í neðri hluta vinstra lunga. Tölvusneiðmynd við komu er sýnd á mynd 1. Þar sem lungnabólgan lét ekki undan kröftugri sýklalyfjameðferð var fengin segulómskoðun af brjóst- og kviðarholi (mynd 2).

Hver er greiningin og hvað er besta meðferðin?

 

Svar er að finna á linknum: „Svar við tilfelli mánaðarins“.

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica