12. tbl. 90. árg. 2004

Umræða og fréttir

Reglur Fjölskyldu- og styrktarsjóðs sjúkrahúslækna og heilsugæslulækna

Hin margumrædda vinnutímatilskipun

1. gr.

Fjölskyldu- og styrktarsjóður sjúkrahúslækna og heilsugæslu­lækna, hér eftir nefndur FOSSH, er stofn­aður með annars vegar kjarasamningi Læknafélags Íslands v/ sjúkrahúslækna og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og St. Franciskusspítala dags. 2. júlí 2001 og hins vegar með úrskurði kjaranefndar vegna heilsugæslulækna dags. 4. desember 2001.

Sjóðurinn lýtur sérstakri stjórn.

Heimili og varnarþing sjóðsins er á starfstöð Læknafélags Íslands.

2. gr.

Hlutverk FOSSH er skv. greindum kjarasamningi og úrskurði kjaranefndar:

1. að taka við iðgjöldum launagreiðanda og ávaxta þau,

2. að taka við umsóknum, ákvarða og annast greiðslur til sjóðsfélaga í fæðingarorlofi, þegar fyrir liggur samkvæmt útreikningum að viðkomandi hefði notið betri réttar skv. reglum kjarasamnings sjúkra­húslækna dags. 1. desember 1997 eða reglugerð nr. 410/1989 um barnsburðarleyfi starfsmanna ríkisins, er giltu um fæðingarorlof sjóðsfélaga fyrir gildistöku laga nr. 95/2000, en sjóðsfélagi nýtur skv. lögum nr. 95/2000. Skilyrði réttinda til greiðslna úr sjóðnum, er að læknir hafi á einhverjum tíma notið framangreindra réttinda til fæðingarorlofs eins og þau voru fyrir gildistöku laga nr. 95/2000. Uppgjör vegna barnsburðarleyfis getur eingöngu varðað lækni í starfi í samræmi við lög um fæðingarorlof nr. 95/2000 og reglur kjarasamnings dags. 1. des­ember 1997 / reglugerð nr. 410/1989 um barnsburðarleyfi starfsmanna ríkisins.

3. að veita sjóðsfélögum sem eignast barn, taka barn til ættleiðingar eða í varanlegt fóstur 1. janúar 2005 eða síðar sérstakan fæðingarstyrk að fjárhæð kr. 300.000. Fjárhæðin er sú sama þótt báðir foreldrar séu sjóðsfélagar. Ef um fjölbura er að ræða hækkar fjárhæðin um 50% fyrir hvert barn.

Ef sjóðsfélagi á rétt skv. 2. tl. þessarar greinar sem er meiri en sem nemur fæðingarstyrk fær sjóðsfélagi ekki fæðingarstyrk. Ef sjóðsfélagi á rétt skv. 2. tl. þessarar greinar sem er minni en sem nemur fæðingarstyrk fær sjóðsfélagi fæðingarstyrk sem nemur mismuninum á rétti skv. 2. tl. og fullum fæðingarstyrk skv. þessum tl. Sjóðsfélagi getur kos­ið að sækja eingöngu um fæðingarstyrk skv. 3. tl.

4. Samkvæmt ákvörðun sjóðsstjórnar er hlutverk sjóðsins að öðru leyti, að veita sjóðsfélögum styrki, sjá. 8. gr., samkvæmt rökstuddri ákvörðun sjóðsstjórnar hverju sinni, þannig að komið sé til móts við:

a) tekjutap sjóðsfélaga vegna ólaunaðrar fjarveru frá læknisstörfum vegna veikinda sjóðsfélaga eða náinna vandamanna hans eða vegna annarra sérstakra per­sónulegra aðstæðna

b) óbætt áföll vegna óvæntra starfsloka eða annarra óvæntra áfalla sjóðsfélaga.

3. gr.

Sjóðsaðild eiga:

1. læknar á sjúkrahúsum, sem starfa skv. kjarasamningi Læknafélags Íslands f.h. sjúkrahúslækna og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, sbr. 5. gr.

2. læknar, sem starfa á sjálfseignarstofnunum eða öðr­um stofnunum, hjá félögum eða fyrirtækjum skv. starfskjarasamningum er taka mið af kjarasamn­ingi sjúkrahúslækna á hverjum tíma og launa­greið­andi þeirra greiðir iðgjöld til sjóðsins, sbr. 5. gr.

3. heilsugæslulæknar á starfskjörum samkvæmt úrskurði kjaranefndar eða heilsugæslulæknar sem starfa skv. kjara­samningi Læknafélags Íslands f.h. heilsugæslulækna og fjármálaráðherra f.h. ríkis­sjóðs, sbr. 5. gr.

4. aðrir læknar sem óska eftir aðild að sjóðnum og launa­greiðandi þeirra greiðir iðgjöld til sjóðsins, sbr. 5. gr.

Réttindi til styrkja skulu vera bundin því starfshlutfalli, sem læknir gegnir á þeim tíma sem umsókn kemur fram, nema sérstakar aðstæður mæli gegn þeirri niðurstöðu að mati sjóðstjórnar.

Réttur til styrkúthlutunar úr sjóðnum er bundin því að iðgjald hafi verið greitt vegna sjóðsfélaga í a.m.k. þrjá mánuði áður en tekjutap eða útgjöld, sem veita rétt til styrks úr sjóðnum, áttu sér stað. Sjóðsstjórn getur vikið frá þessu skilyrði við sérstakar aðstæður sjóðsfélaga.

Sjóðurinn bætir tímabundið tekjutap á vinnumarkaði. Réttur til framlags úr sjóðnum fellur niður þegar sjóðsfélagi hættir störfum og iðgjöld hætta að berast sjóðnum.

Sjóðsstjórn er þó heimilt í sérstökum tilvikum að veita lækni styrk úr sjóðnum allt að fimm árum eftir að læknir hætti störfum og iðgjöld bárust sjóðnum vegna starfa hans.

Sjóðsstjórn getur hafnað umsókn sjóðsfélaga skv. 4. 3. tl. 2. gr. með rökstuðningi, hafi sjóðsfélagi notið framlags úr sjóðnum samkvæmt þeirri heimild á síðustu tólf mánuðum fyrir dagsetningu nýrrar umsóknar til sjóðsins.

4. gr.

Stjórn sjóðsins skal skipuð þremur fulltrúum sjúkrahúslækna og einum fulltrúa heilsugæslulækna tilnefndum af stjórn Læknafélags Íslands til þriggja ára í senn og skal formaður tilnefndur sérstaklega.

Stjórnin skiptir með sér verkum.

Um hæfi stjórnarmanna til meðferðar einstakra mála fer eftir ákvæðum stjórnsýslulaga á hverjum tíma. Reynist stjórnarmaður vanhæfur til meðferðar einstaks máls skal stjórn Læknafélags Íslands tilnefna staðgengil hans til meðferðar málsins.

Stjórnarsamþykkt er lögleg ef a.m.k. þrír stjórnarmanna greiða henni atkvæði. Sjóðsstjórn ber að rökstyðja niðurstöður sínar og afgreiðslu umsókna til sjóðsins í fundargerð, sem skal rituð á fundum stjórnar. Niðurstaða stjórnar er endanleg afgreiðsla máls.

Stjórnarfundir skulu haldnir svo oft sem þurfa þykir, ? þó a.m.k. fjórum sinnum á ári. Umsóknir skulu afgreiddar innan átta vikna frá því að þær berast skrifstofu sjóðsins.

Skýrsla stjórnar sjóðsins, ásamt reglum sjóðsins skal birt í Læknablaðinu þegar endurskoðaðir reikningar sjóðsins liggja fyrir.

5. gr.

Tekjur sjóðsins eru:

a. Iðgjöld launagreiðanda, nema 0,33 % af heildarlaunum sjóðsfélaga, sbr. kjarasamning sjúkrahúslækna dags. 2. júlí 2001 og úrskurð kjaranefndar dags. 4. desember 2001 og kjarasamning heilsugæslulækna, við stofnun allt frá 1. janúar 2001. Iðgjaldið skal greitt mánaðarlega eftirá skv. útreikningi launagreiðanda.

b. Vextir og verðbætur af innstæðum sjóðsins.

c. Aðrar tekjur.

6. gr.

Sjóðurinn greiðir allan kostnað af starfsemi sinni.

Stjórn sjóðsins hefur umsjón með sjóðnum og mælir fyrir um ávöxtun hans.

Læknafélag Íslands annast, með samningi við stjórn sjóðsins, almenna afgreiðslu fyrir sjóðinn, færslu bókhalds, undirbúning þess í hendur endurskoðanda og uppgjör opinberra gjalda vegna fyrirgreiðslu sem sjóðurinn veitir sjóðsfélögum.

7. gr.

Reikningsár sjóðsins er almanaksárið.

Löggiltir endurskoðendur Læknafélags Íslands endurskoða reikninga sjóðsins. Skal endurskoðandi senda stjórn sjóðsins reikningana, með áritun sinni og athugasemdum fyrir 1. apríl ár hvert. Reikningarnir skulu jafnframt, ásamt skýrslu stjórnar, lagðir fram til kynningar á aðalfundi Lækna­félags Íslands.

Skylt er að senda launagreiðendum, sem greiða til sjóðsins, endurskoðaða reikninga sjóðsins.

8. gr.

Starfsreglur um afgreiðslu umsókna og úthlutun styrkja:

1) Sækja þarf um framlög og styrki til sjóðsins á sérstöku umsóknareyðublaði. Nauðsynleg gögn skulu fylgja umsókn í frumritum eða staðfestum afritum, s.s. læknisvottorð, vottorð launagreiðanda og önnur vottorð er varða erindið. Reikningar, sem framvísað er, skulu bera með sér nafn umsækjanda. Með umsókn um uppgjör vegna fæðingarorlofs skulu öll sömu gögn fylgja umsókn til sjóðsins og beint er til Fæðingarorlofssjóðs skv. lögum nr. 95/2000. Með umsókn um fæðingarstyrk verður sjóðsfélagi að skila til sjóðsins staðfestingu um fæðingu barns, ættleiðingu eða að barn sé tekið í varanlegt fóstur.

Stjórn sjóðsins getur óskað frekari gagna til upplýsinga um málsatvik hjá umsækjanda, telji hún þörf á því. Stjórn sjóðsins vinnur úr umsóknum og kynnir umsækjendum niðurstöður bréflega og með rökstuðningi með vísan í reglur sjóðsins eða mat stjórnar.

2) Styrkir skv. 4. 3. tl. 2. greinar.

Sjóðsstjórn er heimilt að ákveða styrk til sjóðsfélaga vegna ólaunaðrar fjarveru hans frá vinnu með jöfnum greiðslum í allt að þrjá mánuði:

vegna 70-100 % starfs kr. 15.000 fyrir hvern virkan dag

vegna 25-69% starfs kr. 8.000 fyrir hvern virkan dag

Sjóðsstjórn er heimilt að veita sjóðsfélaga styrk úr sjóðnum með eingreiðslu allt að kr. 600.000 vegna sérstakra aðstæðna sem hafa í för með sér launa­missi eða veruleg sérstök fjárútlát sjóðsfélaga.

Fjárhæðir þessar, sem og skv. 3. tl. 2. gr., skulu endurskoðaðar 1. janúar ár hvert m.v. breytingar á vísitölu neysluverðs,- í fyrsta skipti 1. janúar 2006.

Af greiðslum til sjóðsfélaga í fæðingarorlofi og af styrkjum, sem veittir eru skv. 3. og 4. tl. 2. greinar, ber sjóðnum að halda eftir og skila staðgreiðsluskatti og af greiðslum í fæðingarorlofi ber sjóðnum að halda eftir og skila lífeyrissjóðsframlagi sjóðsfélaga og greiða og skila mótframlagi sjóðsins til lífeyrissjóðs viðkomandi, m.a. samningsbundnu viðbótarframlagi sé eftir því óskað.

9. gr.

Liggi fyrir lögmæt ákvörðun um að leggja sjóðinn niður skal stjórn hans taka ákvörðun um ráðstöfun eigna sjóðsins með almenna hagsmuni sjóðsfélaga að leiðarljósi.

10. gr.

Sjóðstjórn skal endurskoða reglur sjóðsins fyrir 1. apríl 2004 og síðan a.m.k. á fimm ára fresti.

11. gr.

Þannig samþykkt í stjórn Fjölskyldu- og styrktar­sjóðs sjúkra­húslækna og heilsugæslulækna á fundum stjórnar að Hlíða­smára 8, Kópavogi hinn 11. desember 2001, 10. desember 2002 og 5. apríl 2004.

Reglur þessar taka þegar gildi.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica