Umræða fréttir

Námskeið Endurmenntunar HÍ. Breytt viðhorf til lýðheilsu

Lýðheilsa snýr að félagslegum og heilsufarslegum þáttum. Hún miðar að því að bæta heilbrigði, lengja líf og auka lífsgæði þjóða og hópa með almennri heilsuvernd, heilsueflingu, sjúkdómavörnum og annarri heilbrigðisþjónustu. Lýðheilsa byggir á samstarfi margra fræðigreina, svo sem heilbrigðisfræði, félagsfræði, líffræði, faraldursfræði, sálfræði, kynjafræði og stjórnmálafræði.

Ýmsar breytingar eru á döfinni hér á landi og á alþjóðavettvangi hvað varðar framtíðarsýn og skipulag lýðheilsumála. Lýðheilsa þarf að vera hluti af almennri umræðu um þjóðfélagsmál og sem flestar hliðar hennar ræddar á þeim vettvangi. Sem dæmi má nefna félagslegar, stjórnmálalegar, efnahagslegar og menningarlegar hliðar lýðheilsu.

Á námskeiðinu verður leitast við að varpa ljósi á mikilvægi þessarar nálgunar til að ná árangri á sviði lýðheilsu. Hluti af námskeiðinu er opinn morgunverðarfundur þar sem stefnumótun á sviði lýðheilsu verður rædd út frá innlendu og erlendu sjónarhorni.

Aðalfyrirlesarinn, Dr. Finn Kamper-Jörgensen, er læknir og hefur auk þess menntun á sviði heilsuhagfræði og lýðheilsu. Hann hefur verið forstjóri dönsku Lýðheilsustofnunarinnar í meira en 20 ár.

Aðrir fyrirlesarar eru Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður Stofnunar stjórnmála- og stjórnsýslufræða HÍ og Þorvaldur Gylfason doktor í hagfræði, rannsóknaprófessor við HÍ.

Námskeiðið fer að mestu leyti fram á ensku. Tími: Mánudagur 28. apríl kl. 9.00-16.00 og þriðjudagur 29. apríl kl. 8.30-10.00.

Skráning og upplýsingar: S: 525-4444, endurmenntun@hi.is

www.endurmenntun.is

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica