Umræða fréttir

Tillaga að lagabreytingum fyrir aðalfund LÍ - Samþykkt í stjórn LÍ 20. ágúst 2002

Hér birtist tillaga til lagabreytinga sem stjórn LÍ mun leggja fram á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 11.-12. október næstkomandi. Lagt er til að gerðar verði umtalsverðar breytingar á lögum félagsins og varð því úr að birta lögin í heild eins og stjórnin leggur til að þau verði að loknum aðalfundi. Ný ákvæði sem gerð er tillaga um að bætist við eru feitletruð en í sviga eru skáletraðar skýringar og þau orð sem lagt er til að fella á brott úr gildandi lögum.

Lög Læknafélags Íslands



samþykkt á aukaaðalfundi 25. nóv. 1994

breytingar 1999, 2000, 2001 og 2002.



I. KAFLI:

Heiti félagsins, heimili og tilgangur



1. gr.

Heiti félagsins, heimili og varnarþing



Félagið heitir Læknafélag Íslands, skammstafað LÍ.

Lögheimili þess og varnarþing er í Kópavogi.



2. gr.

Tilgangur



Tilgangur félagsins er:

1. Að efla hag og sóma hinnar íslensku læknastéttar og auka kynni og stéttarþroska félagsmanna.

2. Að standa vörð um sjálfstæði læknastéttarinnar og gæta hagsmuna félagsmanna.

3. Að stuðla að aukinni menntun lækna og glæða áhuga þeirra á því, er að starfi þeirra lýtur.

4. Að efla samvinnu lækna um allt, sem horfir til framfara í heilbrigðismálum.

5. Að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi lækna að sameiginlegum hagsmunamálum.

6. Að beita sér fyrir bættu heilsufari landsmanna og vinna að stefnumótun í heilbrigðismálum.



II. KAFLI:

Aðild að félaginu



3. gr.

Aðildarfélög/einstaklingar



LÍ er heildarsamtök (hér út íslenskra) þeirra lækna, sem eru félagar í aðildarfélögum LÍ eða eiga einstaklingsaðild að félaginu með samþykki stjórnar félagsins.



Aðild að LÍ geta átt félög lækna og einstakir læknar samkvæmt eftirfarandi reglum:



1. Svæðafélög:

Svæðisbundin félög lækna innanlands, (Taka út en þau) sem aðild eiga að Læknafélagi Íslands eru:

1. Læknafélag Reykjavíkur, 2. Læknafélag Vestur-lands, 3. Læknafélag Vestfjarða, 4. Læknafélag Norðvesturlands, 5. Læknafélag Akureyrar, 6. Læknafélag Norðausturlands, 7. Læknafélag Austurlands, 8. Læknafélag Suðurlands, 9. Læknafélag Vestmannaeyja.



Ný svæðafélög geta gerst aðilar að LÍ enda sé hið nýja félag bundið við sýslu(r), kaupstað(i) eða afmarkað landsvæði og öllum læknum sem starfa á svæðinu sé heimil aðild að félaginu.



(Falli brott: 2. Félag ungra lækna:

Félag ungra lækna er aðili að Læknafélagi Íslands og hefur réttarstöðu svæðafélags.)



2. Sérgreinafélög lækna

Sérgreinafélög lækna innanlands, sem kosið hafa að fara með samningsumboð félaga sinna, sbr. 1. mgr. 17. gr. og sækja um aðild að Læknafélagi Íslands.



3. Félög íslenskra lækna erlendis:

Félög íslenskra lækna erlendis geta gerst aðilar að LÍ óháð fjölda félagsmanna en þó aðeins eitt félag frá hverju landi.



Aðild nýrra aðildarfélaga að Læknafélagi Íslands (hér út og einstaklinga) er háð samþykki aðalfundar LÍ. (Þessi setning er færð upp og henni breytt.)



4. Einstaklingsaðild:

Einstakir læknar sem kjósa að eiga ekki aðild að framantöldum félögum lækna geta átt beina aðild að LÍ. Hið sama gildir um íslenska lækna, sem vegna vinnu og búsetu erlendis geta hvorki verið meðlimir svæðafélaga, sérgreinafélaga né félaga íslenskra lækna erlendis. Slíkri aðild að LÍ fylgir ekki kosningaréttur eða kjörgengi sem fulltrúi á aðalfundi LÍ en hins vegar önnur réttindi til jafns við aðra lækna, þar með málfrelsi og tillöguréttur á aðalfundi og réttur (taka út möguleikar) til að sitja í nefndum og ráðum LÍ.



Einstakir læknar sem kjósa að eiga beina aðild að LÍ undirrita inntökubeiðni til stjórnar félagsins. Hafni stjórn LÍ inntökubeiðni skal aðalfundur skera úr málinu uni umsækjandi ekki úrskurði stjórnar. Úrsögn úr félaginu vegna einstaklingsaðildar skal vera skrifleg.



Læknafélag Íslands heldur skrá um félagsmenn í LÍ frá framangreindum félögum lækna og vegna einstaklingsaðildar.



4. gr.

Heiðursfélagar



Aðalfundur getur kosið sem heiðursfélaga LÍ lækna eða aðra, sem þess teljast maklegir. Skal það gert á lögmætum aðalfundi og þarf samþykki a.m.k. 3/4 fulltrúa.



III. KAFLI:

Um aðalfund og formannafund



5. gr.

Aðalfundur - aukaaðalfundur



Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins.



Aðalfund skal halda ár hvert á tímabilinu apríl-nóvember. Aðalfund skal halda utan höfuðborgarsvæðisins eigi sjaldnar en þriðja hvert ár.



Stjórnin getur kvatt til aukaaðalfundar, ef hún telur þess þörf. Óski a.m.k. 100 félagsmenn eftir að aðal-fundarfulltrúar verði kallaðir saman til aukaaðalfundar ber stjórn LÍ að verða við því.



Stjórnin boðar til aðalfundar með minnst tveggja mánaða fyrirvara og til aukaaðalfundar með minnst fjögurra vikna fyrirvara.



Í gerðabók félagsins skal rita stutta skýrslu um það, sem gerist á aðalfundi og aukaaðalfundi, einkum allar fundarsamþykktir. Fundargerðir skulu lesnar upp í fundarlok og bornar undir atkvæði. Fundarstjóra er þó heimilt, með samþykki fundarins, að fela fundarritara að ganga síðar frá fundargerðinni. Fundarstjóri og fundarritari undirskrifa síðan fundargerðirnar. Þessi fundarskýrsla skal vera full sönnun þess, er farið hefur fram á fundinum.



6. gr.

Kjör fulltrúa á aðalfund félagsins



(taka út Aðildarfélögin skulu senda fulltrúa á aðalfund LÍ.)

Á aðalfundi eiga sæti fulltrúar aðildarfélaga LÍ og hver fulltrúi með kjörbréf hefur eitt atkvæði.



Kjör fulltrúa og (taka út varafulltrúa) varamanna þeirra (taka út skal vera í samræmi við lög) fer fram samkvæmt lögum aðildarfélaga, og skulu þau tilkynna (taka út nöfn fulltrúa) kjör þeirra til stjórnar LÍ eigi síðar en fjórum vikum fyrir aðalfund. (taka út Hamli forföll, sem stjórnin tekur gild, er aðildarfélagi heimilt að fela umboð sitt lækni eða læknum, búsettum utan félagssvæðisins; þó fer sami maður einungis með eitt atkvæði.)



(taka út Svæðafélög) Aðildarfélög með færri en 20 félagsmenn og læknar með einstaklingsaðild kjósa ekki fulltrúa á aðalfund en þó skulu þau svæðafélög sem voru í LÍ árið 1994 kjósa a.m.k. einn fulltrúa á aðalfund.



(taka út 11 félagar umfram margfeldi af 20 veita rétt til full-trúa.) Aðildarfélög kjósa einn fulltrúa á aðalfund fyrir hverja 20 félagsmenn og 11 félagar umfram margfeldi af 20 veita rétt til fulltrúa. Jafn-margir fulltrúar skulu kosnir til vara.



Félög íslenskra lækna erlendis með a.m.k. 10 félagsmenn skulu eiga rétt á einum fulltrúa hvert.



Sérhver læknir í (taka út svæðafélagi) aðildarfélagi hefur rétt til að kjósa fulltrúa á aðalfund LÍ eftir lögum þess félags. (Taka út Óski læknir eftir að kjósa fulltrúa á aðalfund LÍ hjá öðru félagi lækna (t.d. sérgreinafélagi, starfsgreinafélagi, félagi eldri lækna eða unglæknafélagi), sem starfar á landsvísu - enda hafi aðalfundur LÍ samþykkt lög viðkomandi félags -) Læknir skal (taka út hann) tilkynna stjórn LÍ (taka út það) bréflega fyrir 15. desember (taka út næsta ár á undan) vilji hann flytja atkvæði sitt frá einu aðildarfélagi til annars á aðalfundi næsta árs. Afrit bréfsins skal senda viðkomandi (taka út svæðafélagi) aðildarfélagi og því aðildarfélagi þar sem læknirinn ætlar að nýta atkvæðisrétt sinn. Afturköllun tekur gildi næstu áramót eftir skriflega tilkynningu læknis til viðkomandi aðildarfélags. Aðeins eitt aðildarfélag fer með atkvæði læknis hverju sinni.

(Taka út Fjöldi þeirra lækna sem nýta sér framangreindan rétt skal dreginn frá skráðum meðlimafjölda viðkomandi svæðafélags við útreikning á fulltrúafjölda svæðafélaganna. Um kjör samkvæmt þessari málsgrein og fjölda fulltrúa fer samkvæmt ákvæðum í 2. mgr. þessarar greinar.)



Stjórn LÍ skal fyrir 1. janúar ár hvert tilkynna viðkomandi félögum, hvaða læknar hafa flutt atkvæðisrétt sinn milli félaga.



Einstaklingsaðild að LÍ (taka út gefur) veitir ekki rétt til að kjósa fulltrúa á aðalfund.



(Taka út Stjórn LÍ samþykkir lög félaga skv. 4. mgr. þessarar greinar.)



7. gr.

Þátttaka í aðalfundi, útsending gagna o.fl.



Á aðalfundi eiga sæti með málfrelsi, tillögurétti og atkvæðisrétti kjörnir fulltrúar samkvæmt 6. grein.

Öllum læknum í LÍ er frjálst að sitja aðalfund félagsins með málfrelsi og tillögurétti en atkvæðisrétt hafa eingöngu kjörnir fulltrúar aðildarfélaga.



Á fundinum eiga sæti stjórnarmenn LÍ, ábyrgðarmaður Lækna-blaðsins og framkvæmdastjóri félagsins. Hafa þeir málfrelsi og tillögurétt.



Stjórninni er heimilt (taka út leyfa eða) að bjóða öðrum starfsmönnum félagsins og gestum fundarsetu og þátttöku í umræðum. (Taka út Hið sama á við um aðra utanfélagsmenn, þegar sérstakar ástæður gera slíkt æskilegt.)



Tillögur til lagabreytinga og ályktana skulu (taka út sendar) berast stjórn LÍ a.m.k. (taka út 4) fjórum vikum fyrir fundinn (Taka út Tillögurnar) Tillögur til lagabreytinga og ályktana skal birta í Læknablaðinu fyrir aðalfund verði því við komið.



Stjórn LÍ skal senda aðildarfélögum eftirtalin gögn minnst (taka út 2) tveimur vikum fyrir aðalfund, talið frá og með útsendingardegi þeirra:

1. Skýrsla stjórnar

2. Ársreikningar liðins árs

3. Tillögur til lagabreytinga

4. Tillögur til ályktana

5. Önnur mál, sem borist hafa

6. Tillögur stjórnar um stjórnarkjör



Tillögur um kjör stjórnarmanna skal senda stjórn LÍ eigi síðar en sjö dögum fyrir fundinn.



(Hér fluttur texti í næstu grein.)



8. gr.

Verkefni aðalfundar



Þessi mál skulu tekin fyrir á aðalfundi LÍ:

1. (Taka út Skýrsla stjórnar) Ársskýrsla stjórnar félagsins fyrir liðið starfsár.

2. (Taka út Reikningar félagsins) Endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir hið liðna reikningsár, með athugasemdum endurskoðanda, eru lagðir fram til úrskurðar ásamt endurskoðuðum reikningum Fræðslustofnunar lækna og Orlofssjóðs LÍ.

3. Áætlun um framkvæmdir og fjárhag félagsins.

4. Ákvörðun árgjalds félagsmanna fyrir næsta ár.

5. (Taka út Kosning stjórnarmanna, eftir því sem lög mæla fyrir um) Stjórnarkosning.

6. (Taka út Kosning) Kjör annars tveggja lækna í Siðanefnd og varamanns hans til (taka út 2ja) tveggja ára í senn.

7. (Taka út Kosinn einn endurskoðandi og annar til vara) Kjör skoðunarmanna reikninga.

8. Kynning á (taka út stöðu) málefnum:

a. Lífeyrissjóðs lækna

b. Læknablaðsins

c. Orlofssjóðs LÍ

d. Fræðslustofnunar lækna

9. Ákveðinn fundarstaður fyrir næsta aðalfund

10. Önnur mál, er upp kunna að verða borin.



Aðalfundur er lögmætur, ef hann er löglega boðaður.

Formaður tilnefnir fundarstjóra og fundarritara. Fundarstjóri rannsakar í fundarbyrjun hvort löglega hafi verið boðað til fundarins og lýsir því síðan, hvort svo sé.



Ályktunartillögur um þau málefni, sem eru á dagskrá fundarins, mega koma fram á fundinum sjálfum. Aðrar tillögur til ályktana, sem ekki hafa verið kynntar skv. 4. tl., (taka út skal bera fram, þegar áður innsendar tillögur eru lagðar fram á fundinum. Verða (taka út þær) því aðeins teknar á dagskrá, að a.m.k. helmingur aðalfundarfulltrúa samþykki það í atkvæðagreiðslu.



Atkvæðagreiðsla fer eftir því sem fundarstjóri kveður nákvæmar á um. Skrifleg atkvæðagreiðsla skal fara fram, ef einhver fundarmanna krefst þess. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum á fundinum, nema annað sé tekið fram í lögum þessum.



Samþykktir aðalfundar eru bindandi fyrir aðildarfélögin og félagsmenn.



(Tilflutningur þ.e. ákvæði um stjórnarkjör flutt fram fyrir formannafundinn.)



IV. KAFLI

Um stjórn félagsins



9. gr.

Skipan og kjör stjórnar



(Formaður Félags ungra lækna er skv. núgildandi samþykktum LÍ sjálfkjörinn í stjórnina. M.v. úrsögn FUL úr LÍ er að svo stöddu gerð tillaga um að í stað formanns FUL, verði þrír meðstjórnendur kjörnir í stað nú tveggja)



Stjórn félagsins skipa níu menn, formaður, ritari, varaformaður, féhirðir og fimm meðstjórnendur. Formenn Félags íslenskra heimilislækna, (taka út Félags ungra lækna) og Sérfræðingafélags íslenskra lækna (í stað skammstafana) eru (taka út sjálfkrafa) sjálfkjörnir meðstjórnendur. (Taka út Aðrir stjórnarmenn) Þrír meðstjórnendur eru kosnir á aðalfundi úr hópi félagsmanna. Stjórnarmenn skulu vera frá a.m.k. (taka út 2) tveimur (taka út svæðafélögum) aðildarfélögum. (Taka út Stjórnarkosning skal vera skrifleg, óski einhver aðalfundarfulltrúi þess. sbr. hér að framan)

Formaður, ritari, varaformaður og féhirðir skulu kosnir hver fyrir sig til (taka út 2ja) tveggja ára í senn. Annað árið skal kjósa formann og féhirði, en hitt árið ritara og varaformann. Séu fleiri en (taka út 2) tveir í framboði og falli atkvæði (taka út jafnt) að jöfnu, skal kjósa aftur milli þeirra, sem flest atkvæði hlutu. (Taka út Verði) Falli atkvæði aftur (taka út jöfn) að jöfnu, eða hafi (taka út 2) tveir verið í kjöri og atkvæði fallið (taka út jafnt) að jöfnu, skal hlut-kesti ráða. Tveir meðstjórnendur skulu kosnir til eins árs í senn. Verði atkvæði jöfn við kjör þeirra, skal hlutkesti ráða.



Kjósa skal (taka út einn endurskoðanda) tvo skoðunarmenn og (taka út annan) einn til vara úr hópi félagsmanna til eins árs í senn.



10. gr.

Verksvið stjórnar, allsherjaratkvæðagreiðslur,

vantraust á stjórn



Stjórn félagsins fer með málefni þess milli aðalfunda.



Stjórnin er ábyrg gagnvart aðalfundi.



Verksvið stjórnar er að sjá um daglegar framkvæmdir, vera á verði um hag íslensku læknastéttarinnar, félaga hennar og einstaklinga og sjá um framkvæmdir á samþykktum aðalfundar. Hún kemur fram út á við sem fulltrúi félagsins, veitir umsagnir og tilnefnir í ráð og nefndir eftir því sem kveðið er á um í lögum og reglum. Hún semur árlega skýrslu um starf félagsins og leggur fyrir aðalfund ásamt reikningum félags-ins endurskoðuðum af (taka út tveim mönnum, en annar þeirra skal vera löggiltur endurskoðandi) löggiltum endurskoðanda, er stjórnin fær til þess starfs með kjörnum (taka út endurskoðanda) skoðunarmönnum úr hópi félagsmanna. Stjórnin gætir eigna félagsins og ber ábyrgð á vörslu þeirra. Hún skal gera áætlun um fjárhag og starf félagsins fyrir næsta ár á aðalfundi.



Fundir stjórnar eru lögmætir þegar meirihluti er mættur á fundi.



Fundargerðir stjórnar skulu samþykktar á stjórnarfundi og undirritaðar af ritara.



Stjórn félagsins ræður framkvæmdastjóra, sem veitir skrifstofu félagsins forstöðu. Framkvæmdastjóri ræður aðra starfsmenn í samráði við stjórnina.



Óski a.m.k. 100 félagsmenn eftir allsherjaratkvæðagreiðslu allra lækna í (taka út svæðafélögum) aðildarfélögum milli aðalfunda um málefni er varða félagsmenn ber stjórn LÍ að láta slíka atkvæðagreiðslu fara fram (flutt til)innan fjögurra vikna. Meirihlutasamþykkt í slíkri atkvæðagreiðslu (taka út verði) er bind-andi fyrir stjórn LÍ svo fremi a.m.k. helmingur skráðra félagsmanna (taka út svæðafélaganna) aðildarfélaganna hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. Meirihluti aðalfundar getur á sama hátt skotið málum til slíkrar allsherjaratkvæðagreiðslu.



Vantraust á stjórnina skal borið fram skriflega og undirritað af minnst helmingi kjörinna fulltrúa á næsta aðalfundi á undan. Stjórninni er skylt að boða til aukaaðalfundar um vantraustið innan tveggja vikna, og skal fundurinn boðaður með fjögurra vikna fyrirvara. Samþykki a.m.k. 2jörinna fulltrúa vantraustið, skal fundurinn kjósa bráðabirgðastjórn til næsta reglulegs aðalfundar.



11. gr.

Formannafundur



Stjórn LÍ skal halda fund með formönnum aðildarfélaganna eða fulltrúum þeirra, a.m.k. einu sinni milli aðalfunda.



Á fundi þessum skal stjórnin gera grein fyrir afgreiðslu sinni á ályktunum síðasta aðalfundar, stöðu helstu mála og annarri starfsemi félagsins.



Óski meirihluti formanna aðildarfélaga eftir slíkum fundi, skal hann haldinn innan fjögurra vikna þaðan í frá.



Formannafund skal boða skriflega með a.m.k. (taka út 2ja) tveggja vikna fyrirvara.



Á formannafund skal bjóða formönnum samninganefnda og annarra helstu starfsnefnda félagsins svo og formönnum annarra félaga lækna og gestum skv. nánari ákvörðun stjórnar hverju sinni.

(Taka út Félags eldri lækna, Félags íslenskra heimilislækna, Félags ungra lækna, Félags yfirlækna og Sérfræðingafélags íslenskra lækna.)



V. KAFLI.

Um fjármál félagsins



12. gr.

Árgjöld



Félagsmenn í LÍ og aðildarfélögum greiða árgjald eftir ákvörðun aðalfundar félagsins, sem rennur í félagssjóð LÍ og er ætlað að standa straum af rekstri félagsins. Aðalfundur ákveður árgjald til LÍ fyrir hvern gjaldskyldan félaga og annast LÍ innheimtu þess og skilar hluta (taka út svæðafélagsins) aðildarfélagsins í árgjaldinu til aðildarfélagsins. Árgjöld þeirra lækna sem eiga beina einstaklingsaðild að LÍ renna óskipt til félagsins.

Stjórn LÍ getur ákveðið, að læknar, sem verið hafa virkir félagar í 40 ár eða hætt störfum fyrir aldurs sakir eða heilsubrests, svo og illa stæðir læknar, megi vera undanþegnir félagsgjöldum. Stjórn LÍ getur veitt öðrum félagsmönnum sams konar undanþágur. Læknar, sem eru sjötugir eða eldri, skulu vera gjald-fríir.



Félagar LÍ erlendis eru undanþegnir (taka út fullum) félagsgjöldum. (Taka út en greiða þess í stað árgjald til LÍ sem svari áskriftargjaldi Læknablaðsins, og séu þeir þar með áskrifendur blaðsins. )



Nú greiðir gjaldskyldur félagi ekki árgjald sitt til LÍ og er stjórn félagsins þá heimilt að svipta hann félagsréttindum, uns hann hefur greitt gjaldið, hafi hann verið aðvaraður með minnst (taka út mánaðar) þriggja mánaða fyrirvara.



(Hér bætt inn ákvæði.)



13. gr.

Reikningsár - endurskoðun



Reikningsár félagsins er almanaksárið.

Tveir skoðunarmenn skulu rannsaka reikninga félagsins fyrir liðið reikningsár og gera athugasemdir sínar við þá.

Fyrir 1. apríl ár hvert skal löggiltur endurskoðandi hafa lokið við samning reiknings fyrir liðið reikningsár í samvinnu við gjaldkera félagsins og skal fjárhagsleg útkoma þess árs kynnt á formannafundi.


VI. KAFLI.

Um aðildarfélög



14. gr.

Aðild að aðildarfélögum



Rétt til inngöngu í aðildarfélag hafa allir þeir, er lokið hafa kandídatsprófi í læknisfræði og eru búsettir og/eða starfandi á félagssvæðinu eigi svæðafélög hlut að máli en uppfylli ella skilyrði sérgreinafélaga fyrir aðild að viðkomandi félagi.



15. gr.

Aðild að félögum íslenskra lækna erlendis



Rétt til aðildar að félögum íslenskra lækna erlendis eiga íslenskir læknar, svo og erlendir læknar með embættispróf frá Háskóla Íslands.



16. gr.

Lög aðildarfélaga, ársskýrslur o.fl.



Hvert aðildarfélag að LÍ setur sér lög og kýs stjórn. Lög aðildafélaga skulu kveða á um aðild viðkomandi félags að LÍ. Lög aðildarfélaga eru því aðeins gild, að þau hafi verið samþykkt af stjórn LÍ.



Árgjald einstakra félagsmanna aðildarfélaganna til LÍ er ákveðið aðalfundi LÍ og greiðist til LÍ. Félagið skilar aðildarfélögunum hlutdeild þeirra í árgjöldum félagsmanna skv. ákvörðun aðalfundar LÍ. Staðfesta aðildarfélögin ákvörðun aðalfundar LÍ á árgjaldi félagsmanna á aðalfundum sínum.

LÍ heldur skrá yfir félagsmenn LÍ vegna aðildarfélaganna
. Stjórn hvers aðildarfélags skal senda stjórn LÍ ársskýrslu sína ásamt skrá yfir félaga minnst mánuði fyrir aðalfund LÍ.



Nú óskar aðildarfélag þess, að aðalfundur LÍ taki eitthvert mál til meðferðar, og skal þá tilkynning um það ásamt greinargerð send stjórn LÍ minnst fjórum vikum fyrir þann fund.



VII. KAFLI.

Um kjaramál, stöður og vinnudeilur



17. gr.

Kjarasamningar



LÍ sér um gerð kjarasamninga lækna í samráði við (taka út svæðafélög og önnur félög lækna) aðildarfélög að LÍ eftir því sem við á hverju sinni. Einstök aðildarfélög að LÍ geta farið með kjarasamninga félaga sinna í samræmi við lög viðkomandi félags og umboð félagsmanna í því félagi.

Aðeins eitt félag fer með umboð til samninga fyrir félagsmann í aðildarfélagi að LÍ.

LÍ fer með samningsumboð félaga með einstaklingsbundinni aðild að LÍ þegar það á við.

Tilkynna þarf stjórn LÍ og samningsaðila breytingar á samningsaðild og samningsumboði a.m.k. þremur mánuðum fyrir lok samningstímabils þess kjarasamnings, sem gildir fyrir félagsmenn viðkomandi félags.




Þeir einir greiða atkvæði um kjarasamning sem taka laun eftir honum.



Til að samræma kaup og kjör lækna skal stjórn Læknafélags Íslands halda kjaramálafundi. Til slíkra funda skal boða formenn (taka út svæðafélaga) aðildarfélaga, samninganefnda, (taka út Sérfræðingafélags ísl. lækna, Félags yfirlækna, Félags ísl. heimilislækna, Félags ungra lækna, félags eldri lækna, svo) og aðra þá, sem stjórnin telur ástæðu til.



Kjaramálafund skal að jafnaði boða með (taka út 2ja) tveggja vikna fyrirvara.





18. gr.

Um stöður



(Laganefnd er að skoða þetta ákvæði. Athuga þarf annars vegar að ekki er skylt að auglýsa stöður hjá hinu opinbera nema með hálfsmánaðar fyrirvara og að einkareknum fyrirtækjum er ekki skylt að auglýsa stöður lækna.)

Stjórn LÍ skal vara lækna og viðkomandi atvinnurekendur við stöðum eða embættum, sem hún telur varhugaverð eða óaðgengileg fyr-ir lækna.

19. gr.

Félagsskyldur í vinnudeilum



Ef LÍ eða aðildarfélag á í deilu við sjúkrasamlag, Tryggingastofnun ríkisins, bæjarfélag, ríki eða aðra hliðstæða aðila, getur enginn félagi leyst sig undan þeim skyldum, sem deilan leggur honum á herðar, með því að segja sig úr félögunum.



VIII. KAFLI.

Um siðamál



20. gr.

Siðareglur



Læknafélag Íslands setur félagsmönnum siðareglur, Codex Ethicus. Stjórnir LÍ og aðildarfélaganna skulu hafa eftirlit með og stuðla að því, að siðareglurnar, svo og lög og samþykktir félaganna, séu höfð í heiðri. Stjórnirnar skulu vera læknum til ráðuneytis um siðareglur lækna og um samskipti lækna innbyrðis og þær skulu fjalla um meint brot á Codex Ethicus og á lögum og samþykktum LÍ og aðildarfélaganna. Um meðferð mála gilda reglur, sem eru í viðauka við lög þessi.



21. gr.

Siðanefnd LÍ



Á vegum félagsins starfar Siðanefnd og er hlutverk hennar að fjalla um siðamál, sem til hennar er vísað.



Um skipan nefndarinnar og starfshætti gilda reglur, sem eru í viðauka við lög þessi.



22. gr.

Brottvísun úr félaginu



Stjórn LÍ getur, að höfðu samráði við stjórn viðkomandi aðildarfélags, sé um það að ræða, vísað félagsmanni úr félaginu fyrir alvarlega vanrækslu skyldustarfa, velsæmisbrot eða fyrir ítrekuð brot. (Taka út þótt hvert þeirra um sig varði aðeins sektum. Ennfremur ef hann neitar að greiða sektir. Sama gildir, ef félagsmaður sækir um eða tekur við embætti, stöðu eða starfi þrátt fyrir aðvörun stjórnarinnar.)

Úrskurð stjórnanna um brottvísun skal taka fyrir á næsta aðalfundi LÍ til staðfestingar eða synjunar.



IX. KAFLI

Ýmis ákvæði



23. gr.

Upplýsingar til kandídata



Stjórn LÍ skal sjá um, að kandídatar í læknisfræði frá Háskóla Íslands, svo og íslenskir eða erlendir ríkisborgarar, sem tekið hafa kandídatspróf erlendis, en fá læknaréttindi á Íslandi, fái lög og siðareglur LÍ, svo að þeim sé ljós tilvera félagsins, tilgangur þess og reglur, og réttindi þeirra og skyldur í því sambandi.



24. gr.

Útgáfustarfsemi



Læknafélag Íslands og Læknafélag Reykjavíkur eiga og gefa sameiginlega út Læknablaðið. Aðalstjórnir félaganna ráða ritstjóra að blaðinu, einn eða fleiri, til tveggja ára í senn. Stjórnirnar skipa ábyrgðarmann blaðsins úr hópi ritstjóra. Stjórnirnar setja að öðru leyti reglur um rekstur blaðsins og ákveða þóknun til ritstjóra og annarra starfsmanna blaðsins.



Útgáfustjórn skipa formenn félaganna og ábyrgðarmaður blaðsins.





25. gr.

Siðfræðiráð LÍ



Siðfræðiráð Læknafélags Íslands er ráðgefandi fyrir stjórn LÍ og svæðafélög þess og sérgreinafélög.

Um skipun, verkefni og starfshætti ráðsins gilda reglur, sem eru í viðauka við lög þessi.



26. gr.

Breytingar á lögum, reglum og á Codex Ethicus



Lögum þessum og Codex Ethicus verður aðeins breytt á aðalfundi LÍ og greiði að minnsta kosti tveir þriðju hlutar fulltrúa atkvæði með breytingum.



Tillögur til breytinga á þeim skulu sendar fulltrúum að minnsta kosti tveim vikum fyrir aðalfund.



Ofangreint gildir einnig um breytingar á þeim reglum um meðferð á ágreiningi lækna og læknafélaga, meintum brotum á Codex Ethicus, lögum og samþykktum LÍ, svo og um reglur um skipun, verkefni og starfshætti Siðanefndar og Siðfræðiráðs, sem eru í viðauka með lögum þessum.





Innan félagsins skal starfa (taka út 3ja) þriggja manna laganefnd, skipuð af stjórn, til stöðugrar endurskoðunar á lögum félagsins.

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica