Umræða fréttir

Notkun ópíóíða og fleiri skyldra lyfja 1989-2001

Í framhaldi af umræðu upp á síðkastið um ávana- og fíkniefni er fróðlegt að skoða hvernig notkun ópíóíða og fleiri skyldra lyfja hefur verið að þróast undanfarin áratug. Í línuriti hér að neðan er sýnd notkunin í skilgreindum dagskömmtum á 1000 íbúa á dag. Notkun morfíns (N02AA01) hefur farið jafnt og þétt vaxandi úr 0,46 í 1,56 DDD/1000íbúa/dag á tímabilinu. Nú er hér aðallega um að ræða lyfið Contalgin. Notkun kódeíns í blöndum (N02AA59, Íbúkód sterkar, Panocod og Parkódín forte) fer mjög ört vaxandi, en aðeins virðist slakna á síðustu tvö árin. Notkun lyfseðilsskyldra lyfja sem innihalda kódeín (N02B, Kódimagnýl, Parkódín og Parakód) hefur farið ört minnkandi eftir 1995 en notkun sömu lyfja í þeim pakkningastærðum sem eru undanþegin lyfseðilsskyldu (Parkódín og Parakód, töflur og stílar 10 stykki) hefur farið vaxandi. Nýtt á markaði er fentanýl í plástraformi og eykst notkun þess. Tramadól kom á markað 1994 og hefur verið notað æ meira en nú eru átta sérheiti lyfsins með markaðsleyfi. Notkun methýlfenídats tók að vaxa mjög ört eftir 1995 og virðist ekkert lát vera á þeirri þróun. Öll eru þessi lyf eftirritunarskyld nema tramadól.

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica