Umræða fréttir

Gjöf til Læknafélags Íslands. 60 árgangar af Læknablaðinu

Á dögunum kom Gunnlaugur Snædal læknir og fyrrverandi formaður Læknafélags Reykjavíkur og stjórnarmaður í Læknafélagi Íslands færandi hendi í Hlíðasmára 8. Hann hafði meðferðis 60 árganga af Læknablaðinu, fagurlega innbundna, og afhenti þá LÍ að gjöf. Þarna er um að ræða alla árganga frá því blaðið hóf göngu sína árið 1915 fram til 1974.

Sigurbjörn Sveinsson formaður LÍ veitti gjöfinni viðtöku og þakkaði fyrir hana. Bað hann Gunnlaug síðan að aðstoða sig við að stimpla fyrsta árganginn með sérstökum stimpli sem hann hafði látið útbúa og merkja það þannig bæði gefanda og þiggjanda. Með Gunnlaugi í för voru tveir synir hans, Jón og Kristján, og einnig sonardóttirin Jóhanna Kristjánsdóttir.

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica