Umræða fréttir
  • Guðjón Klemenzson

Læknar á Íslandi. Leiðrétting vegna rangrar ljósmyndar

Þau leiðu mistök urðu viÐ frágang 4. útgáfu bókanna Læknar á Íslandi, sem út kom á síðastliðnu ári, að röng mynd birtist með æviágripi Guðjóns Klemenzsonar, f. 4. janúar 1911. Ritstjórn og Þjóðsaga, útgáfufyrirtæki bókarinnar, harma þessi mistök og biðja afkomendur Guðjóns og alla aðra afsökunar á þeim.

Til að bæta um hefur Þjóðsaga látið prenta límmiða með hinni réttu mynd til að leiðrétta megi þetta í þeim bókum, sem farið hafa í dreifingu. Því miður er ekki til listi yfir kaupendur bókanna, þannig að brugðið hefur verið á það ráð að láta myndina fylgja þessu eintaki Læknablaðsins, þar sem gera má ráð fyrir að flestir kaupenda ritsins fái blaðið. Einnig má hafa samband við Þjóðsögu í síma 533 1277 eða skrifstofu Læknafélags Íslands í síma 564 4100 og fá myndina senda. Hvetjum við ykkur til að koma leiðréttingunni í bækur ykkar sem fyrst, því mikilvægt er að þessa leiðréttingu verði sem víðast að finna í þeim bókum, sem nú eru komnar í dreifingu.



Fyrir hönd hlutaðeigandi aðila

Sigurbjörn Sveinsson formaður LÍ

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica