Umræða fréttir

Lyfjamál 95. Athygli er vakin á nýjum reglum um afgreiðslu eftirritunarskyldra lyfja

Ávana- og fíknilyf markaðssett á Íslandi, sem eru alltaf eftirritunarskyld, eru merkt með X í Sérlyfjaskrá, og sömuleiðis lyf sem eru eftirritunarskyld yfir ákveðnu magni.

Eftirritunarskyldum lyfjum má hvorki ávísa í síma né myndsendi.

Uppfærður listi er ávallt til staðar á heimasíðu Lyfjastofnunar (www.lyfjastofnun.is)



Lyfjaheiti. Markaðsleyfishafi. Virkt efni (eftirritunarskylt). Lyfjaform.

Athugasemd



Abalgin. Nycomed Danmark. Dextroprpoxyphenum INN. Hylki.

Amfetamín LÍ. Delta. Amphetaminum INN. Töflur.

Contalgin. Pharmacia. Morphinum. Forðatöflur.

Contalgin Uno. Pharmacia. Morphini sulfas. Forðahylki.

Durogesic. Janssen-Cilag. Fentanylum INN. Forðaplástur.

Flunitrazepam NM Pharma. Gerard. Flunitrazepamum INN. Töflur.

Hámarksmagn sem ávísa má með

lyfseðli er 30 töflur.

Fortral. Sanofi Winthrop. Pentazocinum INN. Endaþarmsstílar, stungulyf, töflur.

Ketogan. Searle Scandinavia. Cetobemidonum INN. Endaþarmsstílar, stungulyf, töflur.

Leptanal. Janssen-Cilag. Fentanylum INN. Stungulyf.

Morfín LÍ. Delta. Morphinum. Stungulyf.

Opidol. Norpharma. Hydromorphonum. Forðahylki.

Petidín LÍ. Delta. Pethidinum INN. Stungulyf.

Ritalin. Novartis. Methylphenidatum INN. Töflur.

Rohypnol. Roche. Flunitrazepamum INN. Töflur.

Hámarksmagn sem ávísa má með

lyfseðli er 20 töflur.

Rópan. Delta. Flunitrazepamum INN. Töflur.

Hámarksmagn sem ávísa má með lyfseðli er 60 stk. af 0,5 mg töflum eða 30 stk. af 1 mg töflum.

Subutex. Schering-Plough. Buprenorfinum. Tungurótartöflur.

Sufenta. Janssen-Cilag. Sufentanilum INN. Stungulyf 50 míkróg/ml og 5 míkróg/ml.



Þó má ávísa með myndsendi eftirfarandi lyfjum í því magni sem ekki er eftirritunarskylt. (Ath.: Íbúkód, Kódimagnýl og Parkódín má selja í lausasölu í minnstu pakkningu hámark 10 stk.)



Íbúkód, Íbúkód sterkar. Delta. Codeinum. Töflur.

Ef ávísað er með lyfseðli meira en 130 töflum Íbúkód eða 40 töflum Íbúkód sterkum verður lyfseðillinn eftirritunarskyldur.

Kódimagnýl. Delta. Codeinum. Töflur.

Ef ávísað er með lyfseðli meira en 130 stk. verður lyfseðillinn eftirritunarskyldur

Panocod. Sanofi Winthrop. Codeinum. Töflur, freyðitöflur

Ef ávísað er með lyfseðli meira en 40 töflum eða freyðitöflum verður lyfseðillinn eftirritunarskyldur.

Parakód. Delta. Codeinum. Töflur.

Ef ávísað er með lyfseðli meira en 130 töflum verður lyfseðillinn eftirritunarskyldur.

Parkódín. Delta. Codeinum. Töflur, endaþarmsstílar.

Ef ávísað er með lyfseðli meira en 130 töflum eða endaþarmsstílum verður lyfseðillinn eftirritunarskyldur.

Parkódín forte. Delta. Codeinum. Töflur, endaþarmsstílar.

Ef ávísað er með lyfseðli meira en 40 töflum eða endaþarmsstílum verður lyfseðillinn eftirritunarskyldur.

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica