Umræða fréttir

Stofnað Félag íslenskra áfengis- og vímuefnalækna

Nýverið var stofnað Félag íslenskra áfengis- og vímuefnalækna (Icelandic Society of Addiction Medicine). Tilgangur félagsins er meðal annars að efla kennslu, þekkingu og rannsóknir á sviði fíknisjúkdóma, vímuefnafræða og vímuefnalækninga, ekki síst meðal lækna og annarra heilbrigðisstétta.

Félagar geta orðið þeir íslenskir læknar sem hafa eða hafa haft vímuefnalækningar og meðferð að starfi eða hafa sérstakan áhuga á málinu.

Sextán læknar hafa gerst stofnfélagar að FÍÁV en ákveðið var á framhaldstofnfundi 27. febrúar síðastliðinn að þeir sem gengju í félagið á árinu 2001 teldust stofnfélagar. Tengsl eru við alþjóðasamtökin ISAM, International Society of Addiction Medicine. Guðbjörn Björnsson er stjórnarmaður í ISAM en árlegt þing samtakanna verður haldið hér á landi árið 2002.

Í stjórn félagsins voru kjörin: Þórarinn Tyrfingsson formaður, Sveinn Rúnar Hauksson ritari og Elín Hrefna Garðarsdóttir gjaldkeri. Endurskoðendur eru Jóhannes Bergsveinsson og Valur Júlíusson.

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica