Umræða fréttir

Smásjá. Fjölmiðla-þjálfun lækna

Læknafélag Reykjavíkur hefur í vetur staðið fyrir fjölmiðlaþjálfun fyrir lækna.

Fengið var besta fáanlega fagfólk til verksins, varafréttastjóri Sjónvarpsins Elín Hirst og Þorvarður Björgúlfsson myndatökumaður. Sex námskeið hafa verið haldin, öll hafa þau tekist vel og þátttakendum þótt þau bæði gagnleg og skemmtileg.

Námskeiðið hófst með afar fróðlegum og gagnlegum fyrirlestri Elínar um starf fjölmiðla og samskiptin við þá. Síðan var tekið raunverulegt viðtal við hvern og einn. Á eftir voru viðtölin skoðuð og rædd. Um 50 læknar hafa sótt námskeiðin.

Námskeið af þessu tagi eru liður í viðleitni læknasamtakanna að læknar taki í vaxandi mæli þátt í opinberri umræðu um heilbrigðismál.



Stjórn Læknafélags Reykjavíkur

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica