Umræða fréttir

Alþjóðlegi alnæmisdagurinn 1. desember 2001. Kjörorð dagsins: Snertir mig - en þig?

Alþjóðlegi alnæmisdagurinn verður haldinn í fjórtánda sinn þann 1. desember en hann er haldinn á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þar hefur verið komið upp samstarfsvettvangi margra alþjóðlegra stofnana sem vinna að alnæmisvörnum undir heitinu UNAIDS. Kjörorði dagsins er ætlað að örva umræðu um hlut karlmanna í þeirri vá sem alnæmisfaraldurinn er. Karlar og þá einkum ungir karlmenn eru stærsti áhættuhópurinn þegar alnæmissmit er annars vegar og þeir eru líka sá hópur sem helst stuðlar að útbreiðslu smitsins.

Í ávarpi UNAIDS í tilefni dagsins segir meðal annars: "Það þarf að hvetja feður dagsins í dag og feður framtíðarinnar til þess að velta betur fyrir sér hvaða áhrif kynhegðun getur haft á félaga þeirra og börn, þar á meðal það að láta eftir sig börn sem alnæmismunaðarleysingja og að bera HIV-veiruna inn í fjölskylduna."

Meðfylgjandi er tafla frá sóttvarnalækni sem sýnir útbreiðslu alnæmis hér á landi.

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica