Fræðigreinar

Frá ritstjórn. Læknablaðið - vísindarit?

Í athugasemdum Lúthers Sigurðsonar og Úlfs Agnarssonar við grein Hákonar Hákonarsonar og Árna Þórssonar Algengar orsakir svefnröskunar hjá íslenskum börnum sem gangast undir svefnrannsókn (Læknablaðið 2001; 87: 799-804) kemur fram gagnrýni á ritstjórn blaðins. Er hægt að skilja hana svo að ritstjórn hafi ekki vandað nægilega valið á sérfróðum ritrýnum eða þá að grein Hákonar og Árna hafi ekki farið í ritrýni utan ritstjórnar. Val á ritrýnum hefur alltaf verið vandasamt sem sést vel á umræddri grein og þeirri umræðu sem hún hefur vakið. Til áréttingar skal tekið fram að allar fræðigreinar í Læknablaðinu eru yfirfarnar fyrir birtingu af ritstjórn og ritrýni utan ritstjórnar og höfundum gert að bregðast við athugasemdum sem fram kunna að koma. Tilgangurinn er að reyna að fá sem réttasta og skýrasta frásögn af rannsóknunum og rökréttar fræðilegar ályktanir.

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica