Umræða fréttir

Lyfjamál 91

Það hefur lengi verið sagt, að Íslendingar séu fljótir að tileinka sér nýjungar og á þetta við um lyf eins og margt annað. Á síðustu árum hafa bæst við nokkur ný lyf sem sumir kalla "lífsstílslyf". Þar er þá átt við að þau séu að sumra dómi ef til vill ekki lífsnauðsynleg, en hafi engu að síður áhrif til að bæta líf okkar á einhvern hátt. Lítum nánar á þrjú slík, orlistat við offitu, alprostadil og sildenafil við stinningarvanda. Orlistat og sildenafil fengu markaðsleyfi 1.7. 1999 en alprostadil 1.4. 1998. Öll voru þessi lyf þó eitthvað komin í notkun hér áður en markaðsleyfi komu til. Á tímabilinu frá júlí 1999 til september 2000 er kostnaður vegna þessara þriggja lyfja 110 milljónir króna (hámarksapóteksverð með vsk).

Ef við gerum ráð fyrir að stinnigarlyfin séu aðeins notuð af körlum eldri en 18 ára (100 425 í desember 1999) þá eru 173 karlmenn að nota slík lyf daglega allt árið.

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica