Umræða fréttir

Frá Svæfinga- og gjörgæslulæknafélagi Íslands

Á aÐalfundi Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands (SGLÍ) sem haldinn var 7. apríl síðastliðinn voru þeir Þorsteinn Svörfuður Stefánsson og Jón Sigurðsson gerðir að heiðursfélögum. Báðir hafa þeir látið mikið að sér kveða fyrir félagið í áranna rás. Þeir hafa einnig staðið fyrir kynningu félagsins erlendis með virkri þátttöku í Norræna svæfingalæknafélaginu (Nordisk Anaesthesiologisk Förening, NAF sem nú heitir The Scandinavian Society of Anaesthesiology and Intensive Care Medicine, SSAI).

Þorsteinn var í stjórn Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands 1978-1984, formaður 1980-1984. Hann var fulltrúi Íslands í stjórn NAF 1979-1985, varaforseti þess 1991-1993, forseti þess 1993-1995 og hefur verið aðalritari þess frá 1997. Þá var Þorsteinn í ritstjórn Acta Anaesthesiologica Scandinavica frá 1987 til 1999.

Jón var í stjórn Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands frá 1981 til 1990. Hann var í stjórn NAF 1985-1997 og í undirbúningsnefnd fyrir ráðstefnur NAF í Reykjavík 1985 og 1995.

Þorsteinn er í dag yfirlæknir gjörgæsludeildar Landspítala við Hringbraut og dósent við læknadeild Háskóla Íslands og Jón starfar hjá Tryggingastofnun ríkisins eftir alvarlegt umferðaslys sem hann varð fyrir í desember 1998.



Sveinn Geir Einarsson

formaður Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica