Umræða fréttir

Læknagolf 2000

Golfmót sumarsins

1. Delta-mótið - Hvaleyrarvöllur föstudaginn 2. júní kl. 13:30. Höggleikur, 18 holur með og án forgjafar. Veitt verður full forgjöf (hámark 36). Leikið verður af gulum teigum. Konur leika af rauðum teigum.



2. Stetho-mótið - Golfvöllur Oddfellowa mánudaginn 26. júní kl. 15:00. Höggleikur, 18 holur með og án forgjafar. Leikið verður af gulum teigum nema konur sem leika af rauðum. Veitt verður full forgjöf eins og í opnum mótum (24). Styrktaraðili mótsins er Roche.



3. Lögmannaslagur - Strandarvöllur Hellu sunnudaginn 16. júlí kl. 11:00. Leikinn verður betri bolti með forgjöf. Að minnsta kosti 10 manna lið verða frá hvorum hópi. Reynt verður að ræsa öll holl út samtímis.



4. Austurbakka-Ethicon-mótið - Leiruvöllur Keflavík mánudaginn 31. júlí kl. 14:00-15:00. Höggleikur, 18 holur með og án forgjafar. Leikið verður af gulum teigum nema konur, sem leika af rauðum. Veitt verður full forgjöf eins og í opnum mótum (24). Reynt verður að ræsa út af að minnsta kosti tveimur teigum samtímis. Verðlaunaafhending og kvöldverður bíður að loknu móti í boði styrktaraðilans.



5. Glaxo-mótið - Nesvöllur föstudaginn 25. ágúst kl. 14:00. Leikfyrirkomulag er punktakeppni með fullri forgjöf (7/8). Leikið verður af gulum teigum nema konur, sem leika af rauðum.

Framkvæmdastjórnin


Þetta vefsvæði byggir á Eplica