Umræða fréttir

Bæklingur um holsjáraðgerðir

Út er kominn bæklingur um holsjárskoðanir á meltingarvegi sem ber titilinn Listin að spegla meltingarveginn. Undirtitill er: Holsjárskoðanir og holsjáraðgerðir. Höfundar hans eru Ásgeir Theodórs yfirlæknir og Guðjón Leifur Haraldsson læknanemi.

Í bæklingnum er að finna helstu upplýsingar sem varða speglanir á meltingarvegi og nýjustu rannsóknir og aðgerðir sem hægt er að gera í gegnum holsjárskoðunartæki. Bæklingurinn er ætlaður unglæknum, læknanemum, heilsugæslulæknum og öðrum sérfræðingum en einnig hjúkrunarfræðingum og öðrum heilbrigðisstéttum.

Bæklingurinn er til sölu á meltingarsjúkdómadeild St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og veita læknaritarar nánari upplýsingar: Guðrún Gunnarsdóttir (netfang: gudrun@stjo.is) og Alma Jónsdóttir (netfang: alma@stjo.is), sími 555 3888, bréfsími 565 3255.

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica