Umræða fréttir

Frá orlofsnefnd læknafélaganna. Nýir umsjónarmenn

Í alllangan tíma hafa félagsmenn Læknafélags Íslands tekið að sér að hafa umsjón með húsnæði orlofsheimilasjóðs læknafélaganna, eða haft húsnæði í fóstri eins og stundum hefur verið orðað. Umsjónarmenn hafa til dæmis fylgst með því að nauðsynlegt viðhald og endurnýjun fari fram. Nú hafa nýir umsjónarmenn tekið við húsnæði orlofsheimilasjóðs í Vaðnesi og við Hreðavatn.

Jóhanna Björnsdóttir sem lengi hefur haft Hreðavatnsbústaðinn í fóstri lætur af því en við tekur Sveinn Magnússon, Heilsugæslunni í Garðabæ, sími: 520 1800 eða í Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, sími: 560 9700.

Síðastliðið sumar var keypt orlofshús í landi Vaðness, þar sem orlofsnefndin hafði áður tekið heilsársbústað á leigu. Eignarbústaðurinn stendur að Birkibraut 6. Ólafur Stefánsson hefur tekið við umsjón með eignarbústaðnum. Ólafur er á Heilsugæslustöðinni Efra Breiðholti, sími: 567 0200; netfang: olafur.stefansson@efrabr.hr.is

Sé einhvers vant á þessum orlofsstöðum eru gestir beðnir að koma upplýsingum þar um bæði til skrifstofu félagsins, sími: 564 4100 og eins til umsjónarmanns á hverjum stað.



Engir símar

Fram til þessa hafa símar verið í orlofsíbúðum læknafélagsins í Reykjavík og á Akureyri og eins að Hreðavatni. Þessir símar hafa nú verið fjarlægðir þannig að hver og einn verður að huga að því að hafa með sér síma vilji menn vera í talsambandi.

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica