Umræða fréttir

Opið bréf til formanns Læknafélags Íslands. "Alltaf ljótt að stela"

Formaður góður.



Í Morgunblaðinu þann 13. september birtist pistill með ofangreindum titli. Hann gefur tilefni til að spyrja hvernig stjórn Læknafélags Íslands ætli að bregðast við því, sem þar er fjallað um, sölur lækna sem vinna á ríkisreknum spítölum á niðurstöðum rannsókna, sem þeir gera þar, til einkafyrirtækja. Þessar sölur hafa um nokkurt skeið verið á almannavitorði, þó að ekki hafi verið talað hátt um þær.

Sölurnar urðu í raun opinberar þegar deCode genetics sótti um skráningu á NASDAQ á fyrri hluta þessa árs. Með þeirri umsókn, sem var blásin út í fjölmiðlum, fylgja samningar við nokkra lækna um rannsóknir á tilteknum sjúkdómum og er tiltekið í þeim að læknarnir fái greiðslur, sem trúnaðar er óskað um.

Í samningunum segir meðal annars: "IE will pay to the Collaborating Physicians jointly [CONFIDENTIAL TREATMENT REQUESTED] on signature of this Agreement, and thereafter an annual amount of [CONFIDENTIAL TREATMENT REQUESTED] during the course of the Research Project, the total amount never to exceed [CONFIDENTIAL TREATMENT REQUESTED]." Þessir sömu læknar skuldbinda sig til að hefja ekki rannsóknir með öðrum á arfgengi þeirra sjúkdóma sem um ræðir meðan á samvinnunni við ÍE stendur og í fimm ár eftir að henni lýkur, hafi eitthvað fundist: "The Collaborating Physicians covenant not to work, jointly or separately, with others on research into the heredity of ....... during the course of the Research Project. The individual Collaborating Physicians covenant not to enter into collaboration with other parties on the part of the Research Project which led to a discovery for five years following the conclusion of the Research Project pursuant to this Agreement. However, if the Research Project does not lead to a discovery, individual Collaborating Physicians are entitled to take up collaboration with other parties regarding research into the heredity of ......... following the conclusion of the Research Project."

Ástæða er til að spyrja hvers vegna voru þessar sölur og takmarkanir á rannsóknarfrelsi lækna ekki sérstaklega á dagskrá aðalfundar Læknafélags Íslands í lok ágústs? Það hefði verið mun hreinlegra og betra að læknar hefðu rætt þetta í sínum hópi, og félagið tekið afstöðu til málsins, áður en þeir væru neyddir til þess með blaðaskrifum eins og tilvitnuðum Morgunblaðspistli sem lýkur með eftirfarandi orðum: "Hér er ekki verið að tefla um smáaura heldur milljónir og hugsanlega tugmilljónir króna í greiðslum sem oftast munu vera hlutafé í einkafyrirtækjunum sem fá að hagnýta sér niðurstöður rannsóknanna. Og væri ekki ráð að læknar gerðu grein fyrir þessum tengslum sínum við fyrirtækin opinberlega eins og einn þeirra mun hafa gert á fundi Læknafélags Íslands fyrir skömmu."



Hvernig ætlar Læknafélag Íslands að bregðast við?

Með kollegial kveðju,

17. september 2000

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica